Kína bannar prófanir á sjálfakandi bílum Finnur Thorlacius skrifar 20. júlí 2016 13:53 Þétt bílaumferð í Kína. Kínversk yfirvöld hafa nú bannað prófanir á sjálfakandi bílum í ótiltekinn tíma. Ástæðan er líklega þau tíðu óhöpp sem orðið hafa í slíkum prófunum. Kína er stærsti bílamarkaður heims og þar eru margir bílaframleiðendur sem hafa verið að prófa þessa nýju tækni. Því eru þessi nýju lög afar íþyngjandi fyrir þau og gætu hægt verulega á þróun tækninnar. Bent hefur verið á að Kína sé afar heppilegt land til að nota þessa nýju tækni en svo virðist sem lítið þol sé fyrir þeim óhöppum sem þar hafa orðið á sjálfakandi bílum. Hve lengi þetta bann mun standa er óvíst og líklegt má telja að þeir bílaframleiðendur sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar í Kína og ná forskoti á aðra framleiðendur með þessari nýju tækni muni ekki una því mjög lengi svo fremi sem yfirvöld í öðrum löndum leggja ekki bann við slíkum prófunum á sínum vegum. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent
Kínversk yfirvöld hafa nú bannað prófanir á sjálfakandi bílum í ótiltekinn tíma. Ástæðan er líklega þau tíðu óhöpp sem orðið hafa í slíkum prófunum. Kína er stærsti bílamarkaður heims og þar eru margir bílaframleiðendur sem hafa verið að prófa þessa nýju tækni. Því eru þessi nýju lög afar íþyngjandi fyrir þau og gætu hægt verulega á þróun tækninnar. Bent hefur verið á að Kína sé afar heppilegt land til að nota þessa nýju tækni en svo virðist sem lítið þol sé fyrir þeim óhöppum sem þar hafa orðið á sjálfakandi bílum. Hve lengi þetta bann mun standa er óvíst og líklegt má telja að þeir bílaframleiðendur sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar í Kína og ná forskoti á aðra framleiðendur með þessari nýju tækni muni ekki una því mjög lengi svo fremi sem yfirvöld í öðrum löndum leggja ekki bann við slíkum prófunum á sínum vegum.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent