Hamilton vann og tekur forystuna í heimsmeistaramótinu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. júlí 2016 13:40 Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í ungverska kappakstrinum í dag. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð ananr og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. Hamilton er þar með kominn fram úr Rosberg í heimsmeistarakeppni ökumanna í fyrsta skipti á árinu. Hamilton er með sex stiga forskot en bilið fyrir keppnina var eitt stig Rosberg í vil. Hamilton stal fyrsta sætinu af Rosberg strax í ræsingunni. Hamilton stakk svo bara af, hann var ekki nema einn hring að skapa sér talsvert forskot. Jenson Button ætlaði að hætta keppni á McLaren bílnum eftir fimm hringi. Bíllinn missti þrýsting í glussakerfinu. Liðið sagði honum að vera áfram úti. „Frábært þetta verður skemmtileg keppni,“ svaraði Button kaldhæðnislega. Button var svo refsað fyrir samskiptin, í takt við nýjar reglur um talstöðvasamskiptin. Honum var gert að aka í gegnum þjónustusvæðið. Button hætti svo keppni á 63. hring. Max Verstappen kom í talstöðina og kvartaði yfir því að aka fyrir aftan liðsfélaga sinn hjá Red Bull, Ricciardo. „Ég er að keyra eins og amma hérna,“ sagði Verstappen. Honum fannst Ricciardo ekki aka nógu hratt.Sebastian Vettel tókst að komast fram úr Verstappen í gegnum þjónustuhlé. Kimi Raikkonen gerði Verstappen svo lífið leitt. Raikkonen hóf keppni á harðari dekkjum en fremstu menn, þar á meðal Verstappen. Hann ók því lengur inn í keppnina áður en hann tók sitt fyrsta þjónustuhlé. Hamilton tilkynnti í talstöðinni á 20. hring að hann ætti erfitt með að halda uppi hraðanum. Rosberg sótti á hann. Eins nálguðust næstu menn, Ricciardo, Vettel, Raikkonen og Verstappen, hratt. Hamilton virtist þó finna taktinn aftur og náði að halda Rosberg fyrir aftan sig. Hamilton kom svo inn á þjónustusvæðið á hring 41 og Vettel kom inn á sama tíma. báðir ökumenn ætluðu greinilega að keyra til loka en keppnin var 70 hringir. Mesta baráttan á brautinni var á milli Raikkonen og Verstappen. Verstappen varðist árásum Finnans hring eftir hring.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Hamilton: Það er löng keppni framundan á morgun Nico Rosberg var fljótastur í dag. Hann náði að stela ráspólnum á síaðsta hring. Tímatakan var dramatísk enda brautin rennblaut í upphafi en þornaði svo hratt. Hver sagði hvað eftir tíamtökuna? 23. júlí 2016 14:30 Hamilton klessti á vegg | Mercedes-menn bestir á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingunni fyrir ungverska kappaksturinn. Hann endaði seinni æfinguna á varnarvegg. Nico Rosberg varð annar á Mercedes á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni. 22. júlí 2016 17:10 Nico Rosberg á ráspól í Ungverjalandi Nico Rosberg verður á ráspól á morgun á Mercedes. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Daniel Riccardo á Red Bull varð þriðji. 23. júlí 2016 13:41 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í ungverska kappakstrinum í dag. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð ananr og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. Hamilton er þar með kominn fram úr Rosberg í heimsmeistarakeppni ökumanna í fyrsta skipti á árinu. Hamilton er með sex stiga forskot en bilið fyrir keppnina var eitt stig Rosberg í vil. Hamilton stal fyrsta sætinu af Rosberg strax í ræsingunni. Hamilton stakk svo bara af, hann var ekki nema einn hring að skapa sér talsvert forskot. Jenson Button ætlaði að hætta keppni á McLaren bílnum eftir fimm hringi. Bíllinn missti þrýsting í glussakerfinu. Liðið sagði honum að vera áfram úti. „Frábært þetta verður skemmtileg keppni,“ svaraði Button kaldhæðnislega. Button var svo refsað fyrir samskiptin, í takt við nýjar reglur um talstöðvasamskiptin. Honum var gert að aka í gegnum þjónustusvæðið. Button hætti svo keppni á 63. hring. Max Verstappen kom í talstöðina og kvartaði yfir því að aka fyrir aftan liðsfélaga sinn hjá Red Bull, Ricciardo. „Ég er að keyra eins og amma hérna,“ sagði Verstappen. Honum fannst Ricciardo ekki aka nógu hratt.Sebastian Vettel tókst að komast fram úr Verstappen í gegnum þjónustuhlé. Kimi Raikkonen gerði Verstappen svo lífið leitt. Raikkonen hóf keppni á harðari dekkjum en fremstu menn, þar á meðal Verstappen. Hann ók því lengur inn í keppnina áður en hann tók sitt fyrsta þjónustuhlé. Hamilton tilkynnti í talstöðinni á 20. hring að hann ætti erfitt með að halda uppi hraðanum. Rosberg sótti á hann. Eins nálguðust næstu menn, Ricciardo, Vettel, Raikkonen og Verstappen, hratt. Hamilton virtist þó finna taktinn aftur og náði að halda Rosberg fyrir aftan sig. Hamilton kom svo inn á þjónustusvæðið á hring 41 og Vettel kom inn á sama tíma. báðir ökumenn ætluðu greinilega að keyra til loka en keppnin var 70 hringir. Mesta baráttan á brautinni var á milli Raikkonen og Verstappen. Verstappen varðist árásum Finnans hring eftir hring.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton: Það er löng keppni framundan á morgun Nico Rosberg var fljótastur í dag. Hann náði að stela ráspólnum á síaðsta hring. Tímatakan var dramatísk enda brautin rennblaut í upphafi en þornaði svo hratt. Hver sagði hvað eftir tíamtökuna? 23. júlí 2016 14:30 Hamilton klessti á vegg | Mercedes-menn bestir á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingunni fyrir ungverska kappaksturinn. Hann endaði seinni æfinguna á varnarvegg. Nico Rosberg varð annar á Mercedes á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni. 22. júlí 2016 17:10 Nico Rosberg á ráspól í Ungverjalandi Nico Rosberg verður á ráspól á morgun á Mercedes. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Daniel Riccardo á Red Bull varð þriðji. 23. júlí 2016 13:41 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Hamilton: Það er löng keppni framundan á morgun Nico Rosberg var fljótastur í dag. Hann náði að stela ráspólnum á síaðsta hring. Tímatakan var dramatísk enda brautin rennblaut í upphafi en þornaði svo hratt. Hver sagði hvað eftir tíamtökuna? 23. júlí 2016 14:30
Hamilton klessti á vegg | Mercedes-menn bestir á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingunni fyrir ungverska kappaksturinn. Hann endaði seinni æfinguna á varnarvegg. Nico Rosberg varð annar á Mercedes á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni. 22. júlí 2016 17:10
Nico Rosberg á ráspól í Ungverjalandi Nico Rosberg verður á ráspól á morgun á Mercedes. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Daniel Riccardo á Red Bull varð þriðji. 23. júlí 2016 13:41