Ford Focus RS vs. VW Golf R Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2016 12:48 Það ætti nánast að vera formsatriði fyrir 350 hestafla Ford Focus RS að slátra VW Golf R með sín 300 hestöfl. Báðir bílarnir eru fjórhjóladrifnir en Ford Focus RS er 50 kílóum þyngri bíll. Segja má að þessir bílar séu kóngarnir er kemur að fjöldaframleiddum “Hot-hatch” bílum. Hér má sjá þá etja saman hestöflum sínum á braut og þar kemur ekki á óvart að Ford Focus RS sé fyrr úr sporunum og hafi Golfinn í kvartmílu, en þó munar ekki miklu á bílunum en tímar þeirra eru 13,5 sekúndur á móti 13,7 og sami munur er á bílunum á hálfri mílu, eða 21,3 á móti 21,5 sekúndur. Það er þó eftir það sem ljós VW Golf R fer á skína, en hann er fljótari uppí 210 km hraða, eða 23,0 sekúndur á mótir 23,6 sekúndum. Þar sem Ford Focus RS er aðeins 4,7 sekúndur í 100 km hraða á meðan þ.að tekur Golf R 5,2 þá nær Focus RS strax forystu en Golf R fer svo að draga á Focus RS þegar hraðinn eykst. Mismundi kostir bílanna og því val hvers og eins hvort vegur þyngra. Það kemur ef til vill ekki á óvart að þýski bíllinn standi sig betur þegar komið er á alvöru hraðbrautarhraða. Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent
Það ætti nánast að vera formsatriði fyrir 350 hestafla Ford Focus RS að slátra VW Golf R með sín 300 hestöfl. Báðir bílarnir eru fjórhjóladrifnir en Ford Focus RS er 50 kílóum þyngri bíll. Segja má að þessir bílar séu kóngarnir er kemur að fjöldaframleiddum “Hot-hatch” bílum. Hér má sjá þá etja saman hestöflum sínum á braut og þar kemur ekki á óvart að Ford Focus RS sé fyrr úr sporunum og hafi Golfinn í kvartmílu, en þó munar ekki miklu á bílunum en tímar þeirra eru 13,5 sekúndur á móti 13,7 og sami munur er á bílunum á hálfri mílu, eða 21,3 á móti 21,5 sekúndur. Það er þó eftir það sem ljós VW Golf R fer á skína, en hann er fljótari uppí 210 km hraða, eða 23,0 sekúndur á mótir 23,6 sekúndum. Þar sem Ford Focus RS er aðeins 4,7 sekúndur í 100 km hraða á meðan þ.að tekur Golf R 5,2 þá nær Focus RS strax forystu en Golf R fer svo að draga á Focus RS þegar hraðinn eykst. Mismundi kostir bílanna og því val hvers og eins hvort vegur þyngra. Það kemur ef til vill ekki á óvart að þýski bíllinn standi sig betur þegar komið er á alvöru hraðbrautarhraða.
Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent