Tengdamóður valdamesta mannsins í Formúlu 1 rænt í Brasilíu Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júlí 2016 10:00 Bernie Ecclestone með Fabiönu Flosi, eiginkonu sinni. vísir/getty Tengdamóður Bernie Ecclestone, framkvæmdastjóra og einvalds Formúlu 1, var rænt fyrir helgi í Sao Paulo í Brasilíu en mannræningjarnir krefjast 28 milljóna punda í lausnarfé. BBC greinir frá. Aparecida Schunck, 67 ára gömul móðir hinnar 38 ára gömlu Fabiönu Flosi, eiginkonu hins 85 ára gamla Ecclestone, var tekin með valdi á föstudagskvöldið en stærstu fréttamiðlar Brasilíu eru komnir í málið. Ecclestone er ekki bara valdamesti maðurinn í Formúlu 1 heldur er hann einn valdamesti maður í íþróttaheiminum, en hann er metinn á 2,4 milljarða punda. Hann giftist Flosi árið 2012, þremur árum eftir að hitta hana þá 35 ára gamla þegar hann var 82 ára. Hann skildi við eiginkonu sína á þeim tíma, króatísku fyrirsætinu Slavicu Radic, til að vera með Flosi og búa með henni á Englandi. Lausnarféð sem mannræningjarnir heimta fyrir tengdamóður Ecclestone er það mesta í sögu Brasilíu þar sem mannrán er nær daglegur viðburður. Þeir vilja fá borgað í sterlingspundum og að upphæðinni verði skipt í fjóra poka þegar peningarnir verða sóttir. Ólympíuleikarnir hefjast í Ríó 5. ágúst en brasilíska þjóðin er að ganga í gegnum sína mestu fjárhagsörðuleika í marga áratugi. Hvorki lögreglan í Sao Paulo né Berne Ecclestone hafa tjáð sig um málið. Formúla Tengdar fréttir Nýsjálenskum glímukappa rænt í Ríó þrettán dögum fyrir ÓL Bófar klæddir eins og lögreglumenn neyddu hann til að taka pening út úr hraðbönkum. 25. júlí 2016 13:45 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Tengdamóður Bernie Ecclestone, framkvæmdastjóra og einvalds Formúlu 1, var rænt fyrir helgi í Sao Paulo í Brasilíu en mannræningjarnir krefjast 28 milljóna punda í lausnarfé. BBC greinir frá. Aparecida Schunck, 67 ára gömul móðir hinnar 38 ára gömlu Fabiönu Flosi, eiginkonu hins 85 ára gamla Ecclestone, var tekin með valdi á föstudagskvöldið en stærstu fréttamiðlar Brasilíu eru komnir í málið. Ecclestone er ekki bara valdamesti maðurinn í Formúlu 1 heldur er hann einn valdamesti maður í íþróttaheiminum, en hann er metinn á 2,4 milljarða punda. Hann giftist Flosi árið 2012, þremur árum eftir að hitta hana þá 35 ára gamla þegar hann var 82 ára. Hann skildi við eiginkonu sína á þeim tíma, króatísku fyrirsætinu Slavicu Radic, til að vera með Flosi og búa með henni á Englandi. Lausnarféð sem mannræningjarnir heimta fyrir tengdamóður Ecclestone er það mesta í sögu Brasilíu þar sem mannrán er nær daglegur viðburður. Þeir vilja fá borgað í sterlingspundum og að upphæðinni verði skipt í fjóra poka þegar peningarnir verða sóttir. Ólympíuleikarnir hefjast í Ríó 5. ágúst en brasilíska þjóðin er að ganga í gegnum sína mestu fjárhagsörðuleika í marga áratugi. Hvorki lögreglan í Sao Paulo né Berne Ecclestone hafa tjáð sig um málið.
Formúla Tengdar fréttir Nýsjálenskum glímukappa rænt í Ríó þrettán dögum fyrir ÓL Bófar klæddir eins og lögreglumenn neyddu hann til að taka pening út úr hraðbönkum. 25. júlí 2016 13:45 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Nýsjálenskum glímukappa rænt í Ríó þrettán dögum fyrir ÓL Bófar klæddir eins og lögreglumenn neyddu hann til að taka pening út úr hraðbönkum. 25. júlí 2016 13:45