50 Cent býðst til að bjarga Top Gear Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2016 15:27 Ef til vill ætti BBC að íhuga gott boð 50 Cent. Rapparinn 50 Cent er mikill bílaáhugamaður og horfir á hvern þátt af Top Gear. Honum þykir mjög miður hvernig komið er fyrir þáttunum sem áður voru svo vinsælir. Hann telur sig hafa lausn á því en hún er í því fólgin að ráða hann sem einn af þáttastjórnendum hans. Þetta hefur hann boðið BBC og telur að hann eigi mikið erindi í þáttinn, ekki síst í ljósi þess að hann á eitt magnaðasta bílasafn sem um getur og hefur brennandi áhuga á bílum. 50 Cent bendir á að það muni BBC skildinginn, en margborga sig samt. Í bílasafni 50 Cent er að finna bíla eins og nokkra Lamborghini Murcielago, Rolls Royce og Bentley. 50 Cent er ekki heldur óvanur myndavélunum því hann hefur leikið talsvert í kvikmyndum og þáttum og þykir auk þess búa að góðri viðtalstækni og húmor. Ef til vill ætti BBC að íhuga vel gott tilboð hans. Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent
Rapparinn 50 Cent er mikill bílaáhugamaður og horfir á hvern þátt af Top Gear. Honum þykir mjög miður hvernig komið er fyrir þáttunum sem áður voru svo vinsælir. Hann telur sig hafa lausn á því en hún er í því fólgin að ráða hann sem einn af þáttastjórnendum hans. Þetta hefur hann boðið BBC og telur að hann eigi mikið erindi í þáttinn, ekki síst í ljósi þess að hann á eitt magnaðasta bílasafn sem um getur og hefur brennandi áhuga á bílum. 50 Cent bendir á að það muni BBC skildinginn, en margborga sig samt. Í bílasafni 50 Cent er að finna bíla eins og nokkra Lamborghini Murcielago, Rolls Royce og Bentley. 50 Cent er ekki heldur óvanur myndavélunum því hann hefur leikið talsvert í kvikmyndum og þáttum og þykir auk þess búa að góðri viðtalstækni og húmor. Ef til vill ætti BBC að íhuga vel gott tilboð hans.
Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent