Í risarafhlöðuverksmiðju Tesla Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2016 10:38 Framleiðsla er hafin í risarafhlöðuverksmiðju Tesla í Bandaríkjunum þó svo að hún sé nokkuð langt frá því að vera tilbúin, eða einungis af 14% hluta. Hún á að framleiða rafhlöður fyrir meðal annars 500.000 bíla á ári og ekki veitir af miðað við þær ríflega 400.000 pantanir sem Tesla hefur borist í Tesla Model 3 bílinn, en auk þess er ágæt sala í Tesla Model S og Tesla Model X bílunum. Tesla segir að þessi verksmiðja verði stærsta verksmiðja heims og hún er nú meira en míla á lengd og verður fullkláruð 930.700 fermetrar að stærð. Einhverjar efasemdir eru hjá greinarskrifara um að þetta sé stærsta verksmiðja heims en bílaverksmiðja Volkswagen í Wolfsburg er stærri en Mónakó, en hvað um það. Nú vinna um 800 manns að smíði hennar og á smíðinni að verða lokið að fullu árið 2018. Þegar verksmiðjan verður tilbúin og framleiðir rafhlöður í 500.000 bíla ári nemur sú framleiðsla meira en öll slík framleiðsla á hleðslurafhlöðum í heiminum árið 2014, fyrir aðeins tveimur árum. Tesla byrjaði smíði verksmiðjunnar í júní árið 2014 og því má segja að vel gangi og hefur framleiðslu nú hafist í smáum stíl, en uppbygging verksmiðjunnar verður samhliða aukinn framleiðslu í hluta hennar. Það er yfirleitt ekki vaninn þar sem verksmiðjur eru yfirleitt kláraðar áður en framleiðsla í þeim hefst. Tesla er heldur ekkert venjulegt fyrirtæki og fer ávallt ótroðnar slóðir. Tesla Model 3 fyrir utan risarafhlöðuverksmiðjuna.Hluti verksmiðjunnar í byggingu. Bílar video Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent
Framleiðsla er hafin í risarafhlöðuverksmiðju Tesla í Bandaríkjunum þó svo að hún sé nokkuð langt frá því að vera tilbúin, eða einungis af 14% hluta. Hún á að framleiða rafhlöður fyrir meðal annars 500.000 bíla á ári og ekki veitir af miðað við þær ríflega 400.000 pantanir sem Tesla hefur borist í Tesla Model 3 bílinn, en auk þess er ágæt sala í Tesla Model S og Tesla Model X bílunum. Tesla segir að þessi verksmiðja verði stærsta verksmiðja heims og hún er nú meira en míla á lengd og verður fullkláruð 930.700 fermetrar að stærð. Einhverjar efasemdir eru hjá greinarskrifara um að þetta sé stærsta verksmiðja heims en bílaverksmiðja Volkswagen í Wolfsburg er stærri en Mónakó, en hvað um það. Nú vinna um 800 manns að smíði hennar og á smíðinni að verða lokið að fullu árið 2018. Þegar verksmiðjan verður tilbúin og framleiðir rafhlöður í 500.000 bíla ári nemur sú framleiðsla meira en öll slík framleiðsla á hleðslurafhlöðum í heiminum árið 2014, fyrir aðeins tveimur árum. Tesla byrjaði smíði verksmiðjunnar í júní árið 2014 og því má segja að vel gangi og hefur framleiðslu nú hafist í smáum stíl, en uppbygging verksmiðjunnar verður samhliða aukinn framleiðslu í hluta hennar. Það er yfirleitt ekki vaninn þar sem verksmiðjur eru yfirleitt kláraðar áður en framleiðsla í þeim hefst. Tesla er heldur ekkert venjulegt fyrirtæki og fer ávallt ótroðnar slóðir. Tesla Model 3 fyrir utan risarafhlöðuverksmiðjuna.Hluti verksmiðjunnar í byggingu.
Bílar video Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent