Íbúar fipuðu lögreglu í Dallas með vopnaburði Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. júlí 2016 08:00 Kveikt á kertum til minningar um lögreglumennina fimm sem myrtir voru í Dallas í síðustu viku. Nordicphotos/AFP Þegar friðsamleg mótmæli gegn lögregluofbeldi í Dallas á miðvikudagskvöldið í síðustu viku snerust upp í öngþveiti, er Micah Johnson hóf skotárás á lögreglumenn, þá varð öngþveitið enn illviðráðanlegra fyrir lögregluna vegna þess að tugir einstaklinga spókuðu sig um með öflug skotvopn – í fullum rétti vegna þess að lögin í Texas heimila slíkt. Bandaríska dagblaðið The New York Times fjallar um þetta og vitnar meðal annars í Mike Rawlings, borgarstjóra í Dallas: „Þetta er í fyrsta sinn, og það af mjög áþreifanlegu tilefni, sem ég kemst á þá skoðun að lög geti skaðað bæði almenning og lögregluna í staðinn fyrir að vernda.“ Lögreglumenn sáu félaga sína falla í valinn en áttu erfitt með að átta sig á því hverjir voru að skjóta. Fljótlega voru þrír menn handteknir. Sá fjórði féll fyrir byssuskotum frá lögreglunni eftir tveggja tíma umsátur og samningaviðræður. Hann hét Micah Xavier Johnson og var einn að verki. Hinir þrír voru fljótlega látnir lausir. Johnson virðist hafa skipulagt árásina lengi og ætlað sér að drepa fleiri en þá fimm sem lágu í valnum. Þegar mótmælin á fimmtudag hófust sáust að minnsta kosti tuttugu manns með öfluga riffla og hríðskotavopn, meðal annars af gerðinni AR-15. Þetta gerðu þeir í og með til að leggja áherslu á að þetta er leyfilegt í Texas. Rawlings borgarstjóri segir hins vegar að nú sé nauðsynlegt að herða skotvopnalöggjöfina í Texas, þar sem bæði repúblikanar og demókratar hafa almennt verið fylgjandi því að einstaklingar hafi víðtækt frelsi til að útvega sér skotvopn og ganga með þau á almannafæri. Rawlings er greinilega kominn á þá skoðun að þarna hafi verið gengið of langt: „Ég vil bara snúa aftur til heilbrigðrar skynsemi,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali á sunnudaginn. Vararíkisstjórinn í Texas, Dan Patrick, lítur hins vegar öðru vísi á málin. Hann segir greinilegt að hin víðtæku mótmæli gegn lögreglunni eigi hlut að máli: „Frá mínum bæjardyrum séð þá liggur ábyrgðin á því sem hér gerðist greinilega hjá mótmælahreyfingunni Black Lives Matter.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Black Lives Matter Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Þegar friðsamleg mótmæli gegn lögregluofbeldi í Dallas á miðvikudagskvöldið í síðustu viku snerust upp í öngþveiti, er Micah Johnson hóf skotárás á lögreglumenn, þá varð öngþveitið enn illviðráðanlegra fyrir lögregluna vegna þess að tugir einstaklinga spókuðu sig um með öflug skotvopn – í fullum rétti vegna þess að lögin í Texas heimila slíkt. Bandaríska dagblaðið The New York Times fjallar um þetta og vitnar meðal annars í Mike Rawlings, borgarstjóra í Dallas: „Þetta er í fyrsta sinn, og það af mjög áþreifanlegu tilefni, sem ég kemst á þá skoðun að lög geti skaðað bæði almenning og lögregluna í staðinn fyrir að vernda.“ Lögreglumenn sáu félaga sína falla í valinn en áttu erfitt með að átta sig á því hverjir voru að skjóta. Fljótlega voru þrír menn handteknir. Sá fjórði féll fyrir byssuskotum frá lögreglunni eftir tveggja tíma umsátur og samningaviðræður. Hann hét Micah Xavier Johnson og var einn að verki. Hinir þrír voru fljótlega látnir lausir. Johnson virðist hafa skipulagt árásina lengi og ætlað sér að drepa fleiri en þá fimm sem lágu í valnum. Þegar mótmælin á fimmtudag hófust sáust að minnsta kosti tuttugu manns með öfluga riffla og hríðskotavopn, meðal annars af gerðinni AR-15. Þetta gerðu þeir í og með til að leggja áherslu á að þetta er leyfilegt í Texas. Rawlings borgarstjóri segir hins vegar að nú sé nauðsynlegt að herða skotvopnalöggjöfina í Texas, þar sem bæði repúblikanar og demókratar hafa almennt verið fylgjandi því að einstaklingar hafi víðtækt frelsi til að útvega sér skotvopn og ganga með þau á almannafæri. Rawlings er greinilega kominn á þá skoðun að þarna hafi verið gengið of langt: „Ég vil bara snúa aftur til heilbrigðrar skynsemi,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali á sunnudaginn. Vararíkisstjórinn í Texas, Dan Patrick, lítur hins vegar öðru vísi á málin. Hann segir greinilegt að hin víðtæku mótmæli gegn lögreglunni eigi hlut að máli: „Frá mínum bæjardyrum séð þá liggur ábyrgðin á því sem hér gerðist greinilega hjá mótmælahreyfingunni Black Lives Matter.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Black Lives Matter Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira