Mazda þróar pallbíl með Isuzu Finnur Thorlacius skrifar 14. júlí 2016 10:40 Mazda BT-50. Mazda hefur til langs tíma tengst Ford með þróun bíla sinna en nú er komið að endalokum þess samstarfs og síðasti bíllinn sem fyrirtækin þróa saman er bíll sem Mazda hefur nefnt BT-50 og er pallbíll. Hann er í grunninn Ford Ranger pallbíll en þó með það breyttu útliti að ekki sést strax að þar fer sami bíllinn. Mazda ætlar í framhaldinu að þróa nýjan pallbíl með Isuzu. Það verður Isuzu sem framleiða mun bílinn þó hann beri merki Mazda. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Mazda og Isuzu sameinanst um þróun pallbíls, en Mazda Titan er sami bíll og Isuzu Elf sem heitir N-Series í Bandaríkjunum. Hvorki Mazda né Isuzu munu þó horfa til Bandaríkjanna með nýjum sameiginlegum pallbíl, þó svo markaðurinn fyrir slíka bíla sé stór þar. Bíllinn verður ætlaður fyrir aðra markaði. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent
Mazda hefur til langs tíma tengst Ford með þróun bíla sinna en nú er komið að endalokum þess samstarfs og síðasti bíllinn sem fyrirtækin þróa saman er bíll sem Mazda hefur nefnt BT-50 og er pallbíll. Hann er í grunninn Ford Ranger pallbíll en þó með það breyttu útliti að ekki sést strax að þar fer sami bíllinn. Mazda ætlar í framhaldinu að þróa nýjan pallbíl með Isuzu. Það verður Isuzu sem framleiða mun bílinn þó hann beri merki Mazda. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Mazda og Isuzu sameinanst um þróun pallbíls, en Mazda Titan er sami bíll og Isuzu Elf sem heitir N-Series í Bandaríkjunum. Hvorki Mazda né Isuzu munu þó horfa til Bandaríkjanna með nýjum sameiginlegum pallbíl, þó svo markaðurinn fyrir slíka bíla sé stór þar. Bíllinn verður ætlaður fyrir aðra markaði.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent