Ronaldo verðlaunar sig með Bugatti Veyron Finnur Thorlacius skrifar 18. júlí 2016 10:02 "Dýrið er mætt", segir Ronaldo í Instagram færslu sinni. Er til betri leið til að verðlauna sig sem nýbakaðan Evrópumeistara en með nýjum Bugatti Veyron bíl? Líklega ekki og sérstaklega ef viðkomandi hefur vel efni á slíkum grip. Bugatti Veyron bíllinn sem nú stendur í bílskúrnum hjá Ronaldo er af 16.4 Grand Sport Vitesse gerð og kostar 235 milljónir króna. Hann er 1.200 hestöfl sem koma frá 8,0 lítra W16 vél. Þessi bíll fer sprettinn í 100 á 2,6 sekúndum og er með hámarkshraðann 410 km/klst. Bugatti eðalkerra Ronaldo er ekki sú fyrsta sem hann festir sér, en hann á einnig Ferrari, Lamborghini og Bentley bíla. Ronaldo valdi að segja heimsbyggðinni frá þessum nýju kaupum sínum á Instagram og eru vafalaust margir sem fylgjast með kappanum sparkvissa þar. Héðan í frá er víst að Ronaldo verður snöggur á æfingar og mætir á þær með nokkrum stæl. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent
Er til betri leið til að verðlauna sig sem nýbakaðan Evrópumeistara en með nýjum Bugatti Veyron bíl? Líklega ekki og sérstaklega ef viðkomandi hefur vel efni á slíkum grip. Bugatti Veyron bíllinn sem nú stendur í bílskúrnum hjá Ronaldo er af 16.4 Grand Sport Vitesse gerð og kostar 235 milljónir króna. Hann er 1.200 hestöfl sem koma frá 8,0 lítra W16 vél. Þessi bíll fer sprettinn í 100 á 2,6 sekúndum og er með hámarkshraðann 410 km/klst. Bugatti eðalkerra Ronaldo er ekki sú fyrsta sem hann festir sér, en hann á einnig Ferrari, Lamborghini og Bentley bíla. Ronaldo valdi að segja heimsbyggðinni frá þessum nýju kaupum sínum á Instagram og eru vafalaust margir sem fylgjast með kappanum sparkvissa þar. Héðan í frá er víst að Ronaldo verður snöggur á æfingar og mætir á þær með nokkrum stæl.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent