Samsung kaupir í BYD Finnur Thorlacius skrifar 18. júlí 2016 13:44 BYD framleiðir breiða línu fólksbíla og flutningabíla. Suður-kóreska stórfyrirtækið Samsung hefur nú keypt hlut í kínverska bílaframleiðandanum BYD, en ekki liggur fyrir hve stóran hlut, þó heyrst hafi að það sé um 4% í fyrirtækinu. Fyrirtækin tvö hyggjast á náið samstarf, ekki bara við framleiðslu bíla. BYD hefur gert sig verulega gildandi í framleiðslu rafmagnsbíla og á það væntanlega hlut í ákvörðun Samsung. Nú þegar markaðurinn fyrir snjallsíma hefur aðeins kólnað er ekki nema von að Samsung hugi að annarri nýsköpun. Ennfremur má eðlilegt teljast að Samsung vilji ekki sitja á hliðarlínunni á meðan Apple er að þróa sinn eigin rafmagnsbíl. Þá má gera ráð fyrir að skjáir þeir sem notaðir verða í BYD bíla á næstunni verði framleiddir af Samsung, sem og rafhlöður og örgjörvar. Hið kínverska BYD fyrirtæki er ekkert smáfyrirtæki, en þar vinna 130.000 manns, bæði við bílaframleiðslu og rafhlöðuframleiðslu fyrir síma, rafmagnsreiðhjól og fleiri tæki. BYD var stærsti framleiðandi heims á rafmagnsbílum í fyrra og framleiddi örlítið fleiri slíka bíla en Nissan. Hjá risafyrirtækinu Samsung unnu 489.000 manns árið 2014 og vafalaust fleiri í dag. Þessi tvö fyrirtæki er því með starfsmannafjölda sem samsvarar tvöföldum íbúafjölda Íslands. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent
Suður-kóreska stórfyrirtækið Samsung hefur nú keypt hlut í kínverska bílaframleiðandanum BYD, en ekki liggur fyrir hve stóran hlut, þó heyrst hafi að það sé um 4% í fyrirtækinu. Fyrirtækin tvö hyggjast á náið samstarf, ekki bara við framleiðslu bíla. BYD hefur gert sig verulega gildandi í framleiðslu rafmagnsbíla og á það væntanlega hlut í ákvörðun Samsung. Nú þegar markaðurinn fyrir snjallsíma hefur aðeins kólnað er ekki nema von að Samsung hugi að annarri nýsköpun. Ennfremur má eðlilegt teljast að Samsung vilji ekki sitja á hliðarlínunni á meðan Apple er að þróa sinn eigin rafmagnsbíl. Þá má gera ráð fyrir að skjáir þeir sem notaðir verða í BYD bíla á næstunni verði framleiddir af Samsung, sem og rafhlöður og örgjörvar. Hið kínverska BYD fyrirtæki er ekkert smáfyrirtæki, en þar vinna 130.000 manns, bæði við bílaframleiðslu og rafhlöðuframleiðslu fyrir síma, rafmagnsreiðhjól og fleiri tæki. BYD var stærsti framleiðandi heims á rafmagnsbílum í fyrra og framleiddi örlítið fleiri slíka bíla en Nissan. Hjá risafyrirtækinu Samsung unnu 489.000 manns árið 2014 og vafalaust fleiri í dag. Þessi tvö fyrirtæki er því með starfsmannafjölda sem samsvarar tvöföldum íbúafjölda Íslands.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent