Clarkson, Hammond og May klára fyrsta þáttinn Finnur Thorlacius skrifar 18. júlí 2016 14:33 Fyrrum stjórnendur Top Gear, þeir Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May eru nú búnir að taka upp fyrsta þáttinn í nýrri bílaþáttaröð sem sýnd verður á Amazon Prime. Tökur fóru fram í S-Afríku og af myndum frá þeim sést að jeppar eiga sviðið í þættinum, en þar sjást Toyota Land Cruiser, Land Rover Defender og Mitsubishi pallbíll, enginn þeirra af nýjustu gerð. Þessir bílar eru vafalaust heppilegir til að glíma við hrjóstrugt landslagið í S-Afríku. Á myndum má einnig sjá tjaldbúðirnar sem Amazon Prime sló upp kringum tökurnar, en á stærsta tjaldinu eru stafirnir GT í stóru letri. Þeir standa fyrir heiti nýju þáttanna, The Grand Tour, en einnig má gantast með það að ef stöfunum er snúið við, þ.e. TG, tákna þeir enn upphafsstafina í Top Gear. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá stemmninguna hjá þrímenningunum eftir að tökum á fyrsta þættinum var lokið og eins og fyrri daginn svífur enginn alvarleiki yfir vötnunum. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent
Fyrrum stjórnendur Top Gear, þeir Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May eru nú búnir að taka upp fyrsta þáttinn í nýrri bílaþáttaröð sem sýnd verður á Amazon Prime. Tökur fóru fram í S-Afríku og af myndum frá þeim sést að jeppar eiga sviðið í þættinum, en þar sjást Toyota Land Cruiser, Land Rover Defender og Mitsubishi pallbíll, enginn þeirra af nýjustu gerð. Þessir bílar eru vafalaust heppilegir til að glíma við hrjóstrugt landslagið í S-Afríku. Á myndum má einnig sjá tjaldbúðirnar sem Amazon Prime sló upp kringum tökurnar, en á stærsta tjaldinu eru stafirnir GT í stóru letri. Þeir standa fyrir heiti nýju þáttanna, The Grand Tour, en einnig má gantast með það að ef stöfunum er snúið við, þ.e. TG, tákna þeir enn upphafsstafina í Top Gear. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá stemmninguna hjá þrímenningunum eftir að tökum á fyrsta þættinum var lokið og eins og fyrri daginn svífur enginn alvarleiki yfir vötnunum.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent