Frábær blanda hjá frábæru liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2016 09:00 Dimitri Payet hefur farið á kostum. vísir/getty Sigurlaun strákanna okkar fyrir að komast í 16 liða úrslit EM var leikur gegn Englandi. Leikur sem þjóðin var búin að bíða eftir. Ekki verður það minni viðburður þegar Ísland mætir sjálfum gestgjöfum Frakklands í átta liða úrslitum á þjóðarleikvangi þeirra, Stade de France. Franska liðinu er spáð sigri af ansi mörgum og er það vel skiljanlegt. Það er frábærlega vel mannað og að mati Heimis Hallgrímssonar, landsliðsþjálfara Íslands, með sterkasta 23 manna hópinn á mótinu. Frakkar þekkja það líka vel að vinna titla á heimavelli en þeir urðu Evrópumeistarar í Frakklandi 1984 og heimsmeistarar fjórtán árum síðar. Frakkland er með eins góða blöndu í sínu liði og þær verða; þrautreynda leikmenn sem hafa spilað með bestu liðum Evrópu í bland við ungstirni sem eru reyndar flest hver líka að spila með risum í álfunni. Frakkar geta séð fram á velgengni næsta áratuginn eða svo með leikmennina sem eru að koma upp en það sem skiptir máli er að liðið er líka tilbúið til að vinna núna. Frakkar hafa spilað góðan bolta á mótinu og verið mjög sókndjarfir sem er eitthvað sem hentar strákunum okkar mjög vel svo fremi að þeir fari að byggja upp betri skyndisóknir. Þær hefur algjörlega vantað í íslenska liðið. Þrátt fyrir að spila svona sóknarsinnaðan bolta hefur liðið átt í erfiðleikum með að skora í fyrri hálfleik. En mörkin koma alltaf á endanum. Franska liðið sækir svo stíft og hefur svo góða leikmenn til að skipta inn á að mótherjinn þreytist svakalega. Það er því engin tilviljun að liðið er alltaf að skora svona seint. Það er bara eins gott að okkar menn fá sex daga hvíld fyrir leikinn. Frakkland er lið sem skildi eftir heima framherja á borð við Alexandre Lacazette, Evrópudeildarmeistarann Kévin Gameiro og sjálfan Karim Benzema. Samt koma þar inn af bekknum Anthony Martial og Kingsley Coman. Breiddin fram á við er ógnvænleg. Franska liðið er miklu betra en það enska. Þetta verður erfiðasta verkefni landsliðsins undir stjórn Lars og Heimis. Það er klárt. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Fleiri fréttir Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Sjá meira
Sigurlaun strákanna okkar fyrir að komast í 16 liða úrslit EM var leikur gegn Englandi. Leikur sem þjóðin var búin að bíða eftir. Ekki verður það minni viðburður þegar Ísland mætir sjálfum gestgjöfum Frakklands í átta liða úrslitum á þjóðarleikvangi þeirra, Stade de France. Franska liðinu er spáð sigri af ansi mörgum og er það vel skiljanlegt. Það er frábærlega vel mannað og að mati Heimis Hallgrímssonar, landsliðsþjálfara Íslands, með sterkasta 23 manna hópinn á mótinu. Frakkar þekkja það líka vel að vinna titla á heimavelli en þeir urðu Evrópumeistarar í Frakklandi 1984 og heimsmeistarar fjórtán árum síðar. Frakkland er með eins góða blöndu í sínu liði og þær verða; þrautreynda leikmenn sem hafa spilað með bestu liðum Evrópu í bland við ungstirni sem eru reyndar flest hver líka að spila með risum í álfunni. Frakkar geta séð fram á velgengni næsta áratuginn eða svo með leikmennina sem eru að koma upp en það sem skiptir máli er að liðið er líka tilbúið til að vinna núna. Frakkar hafa spilað góðan bolta á mótinu og verið mjög sókndjarfir sem er eitthvað sem hentar strákunum okkar mjög vel svo fremi að þeir fari að byggja upp betri skyndisóknir. Þær hefur algjörlega vantað í íslenska liðið. Þrátt fyrir að spila svona sóknarsinnaðan bolta hefur liðið átt í erfiðleikum með að skora í fyrri hálfleik. En mörkin koma alltaf á endanum. Franska liðið sækir svo stíft og hefur svo góða leikmenn til að skipta inn á að mótherjinn þreytist svakalega. Það er því engin tilviljun að liðið er alltaf að skora svona seint. Það er bara eins gott að okkar menn fá sex daga hvíld fyrir leikinn. Frakkland er lið sem skildi eftir heima framherja á borð við Alexandre Lacazette, Evrópudeildarmeistarann Kévin Gameiro og sjálfan Karim Benzema. Samt koma þar inn af bekknum Anthony Martial og Kingsley Coman. Breiddin fram á við er ógnvænleg. Franska liðið er miklu betra en það enska. Þetta verður erfiðasta verkefni landsliðsins undir stjórn Lars og Heimis. Það er klárt.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Fleiri fréttir Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Sjá meira