Það verður stuð í París um helgina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. júlí 2016 21:08 vísir/getty Tólfan hefur sent frá sér tilkynningu um viðburði fyrir Íslendinga í París um helgina. Það verður mikill fjöldi Íslendinga í borginni sem eflaust vilja skemmta sér saman. Af ýmsu verður að taka eins og sjá má á tilkynningu Tólfunnar hér að neðan.Tilkynning Tólfunnar:Næsti kafli í þessu mikla ævintýri okkar Íslendinga er við það að hefjast. Tólfan þakkar þjóðinni og öllum velunnurum þann mikla samhug sem okkur hefur verið sýndur. Það er mikill heiður fyrir okkur að eiga þátt í þessari gríðarlegu stemningu og jákvæðni sem íslenska þjóðin hefur sýnt umheiminum. Við megum öll vera stolt af okkur sem þjóð.Í krafti þessa meðbyrs mun Tólfan efna til einstakrar veislu í París um helgina. Nú þegar Epli, Eimskip og Björn Steinbekk hafa tryggt nokkrum meðlimum miða á leikinn mun Tólfan, í samstarfi við auglýsingastofuna 23, netmidi.is, Wow Air, Eskimo Travels og Carlsberg standa fyrir þéttri dagskrá.Á laugardag verður sannkallað Íslendingapartý á O´Sullivans by the Mill í Moulin Rouge. Dagskráin hefst um kl 18. Arnar Friðriksson, aka Dvergurinn, einn af trommurum Tólfunnar mun munda gítarinn og byrja partýið. Enginn annar en meistari Blaz Roca mun síðan stíga á svið og trylla lýðinn í gang. Dj Ghozt mun svo stýra stemningunni eitthvað fram á nótt. Við viljum þó taka fram að sunnudagur er leikdagur og því hvetjum við fólk til að huga að því og mæta fersk í baráttuna. Formlegri dagskrá mun því ljúka um kl 01:00Á sunnudaginn munum við hittast á O´Sullivans upp úr kl. 14:00. Við endurtökum leikinn frá því fyrir leikinn gegn Austurríki og myndum blátt haf stuðningsmanna eftir endilangri götunni. Þarna þéttum við okkur saman og komum okkur í réttan gír fyrir leikinn gegn Frökkum. Við munum sannarlega gera allt sem í okkar valdi stendur til að það fari ekki framhjá nokkrum manni að stuðningsmenn íslenska landsliðsins séu mættir í ham á völlinn.Við höldum svo á Stade de France kl. 18. Látum strákana finna fyrir nærveru okkur vel fyrir leik og sýnum þeim okkar eldheita stuðning sem þeir eiga svo sannarlega skilið.Fjölmargir aðrir velunnarar hafa gert okkur kleift að þessi veisla geti farið fram og færum við þeim bestu þakkir fyrir.Mætum blá, með jákvæðni og góða skapið að vopni því það er okkar öflugasta tól. Höldum áfram að vera þjóðinni til sóma og berum virðingu fyrir leiknum, mótherjum og stuðningsmönnum andstæðingana.Áfram Ísland!!! Tólfan Kemur!!! EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
Tólfan hefur sent frá sér tilkynningu um viðburði fyrir Íslendinga í París um helgina. Það verður mikill fjöldi Íslendinga í borginni sem eflaust vilja skemmta sér saman. Af ýmsu verður að taka eins og sjá má á tilkynningu Tólfunnar hér að neðan.Tilkynning Tólfunnar:Næsti kafli í þessu mikla ævintýri okkar Íslendinga er við það að hefjast. Tólfan þakkar þjóðinni og öllum velunnurum þann mikla samhug sem okkur hefur verið sýndur. Það er mikill heiður fyrir okkur að eiga þátt í þessari gríðarlegu stemningu og jákvæðni sem íslenska þjóðin hefur sýnt umheiminum. Við megum öll vera stolt af okkur sem þjóð.Í krafti þessa meðbyrs mun Tólfan efna til einstakrar veislu í París um helgina. Nú þegar Epli, Eimskip og Björn Steinbekk hafa tryggt nokkrum meðlimum miða á leikinn mun Tólfan, í samstarfi við auglýsingastofuna 23, netmidi.is, Wow Air, Eskimo Travels og Carlsberg standa fyrir þéttri dagskrá.Á laugardag verður sannkallað Íslendingapartý á O´Sullivans by the Mill í Moulin Rouge. Dagskráin hefst um kl 18. Arnar Friðriksson, aka Dvergurinn, einn af trommurum Tólfunnar mun munda gítarinn og byrja partýið. Enginn annar en meistari Blaz Roca mun síðan stíga á svið og trylla lýðinn í gang. Dj Ghozt mun svo stýra stemningunni eitthvað fram á nótt. Við viljum þó taka fram að sunnudagur er leikdagur og því hvetjum við fólk til að huga að því og mæta fersk í baráttuna. Formlegri dagskrá mun því ljúka um kl 01:00Á sunnudaginn munum við hittast á O´Sullivans upp úr kl. 14:00. Við endurtökum leikinn frá því fyrir leikinn gegn Austurríki og myndum blátt haf stuðningsmanna eftir endilangri götunni. Þarna þéttum við okkur saman og komum okkur í réttan gír fyrir leikinn gegn Frökkum. Við munum sannarlega gera allt sem í okkar valdi stendur til að það fari ekki framhjá nokkrum manni að stuðningsmenn íslenska landsliðsins séu mættir í ham á völlinn.Við höldum svo á Stade de France kl. 18. Látum strákana finna fyrir nærveru okkur vel fyrir leik og sýnum þeim okkar eldheita stuðning sem þeir eiga svo sannarlega skilið.Fjölmargir aðrir velunnarar hafa gert okkur kleift að þessi veisla geti farið fram og færum við þeim bestu þakkir fyrir.Mætum blá, með jákvæðni og góða skapið að vopni því það er okkar öflugasta tól. Höldum áfram að vera þjóðinni til sóma og berum virðingu fyrir leiknum, mótherjum og stuðningsmönnum andstæðingana.Áfram Ísland!!! Tólfan Kemur!!!
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki