„Við spilum einfalt og ef einhverjum finnst það lélegt er það bara þeirra skoðun“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2016 19:00 Það var afskaplega létt yfir landsliðsþjálfurunum og fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni á blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Stade de France í dag. Menn reittu af sér brandarana og tók Lars Lagerbäck meira að segja einn um tilhugalíf. Aron Einar Gunnarsson sagðist klár í slaginn en hann hefur spilað meira og minna meiddur allt mótið. Hann elskar að spila á móti þeim bestu og og hlakkar til að takast á við Paul Pogba, einn eftirsóttasta leikmann heims. „Það er alltaf best og skemmtilegast að spila á móti þeim bestu og hann er klárlega einn af þeim. Hann er einn þeirra miðjumanna í dag sem skarar fram úr. Þetta verður barátta en ég er tilbúinn að kljást við hvern sem er og hef gert það ágætlega hingað til á þessu móti. Það er bara annar bardagi á morgun sem menn erum tilbúnir í,“ sagði Aron Einar. Strákarnir okkar eru búnir að fella hvern risann á fætur öðrum á leið sinni í átta liða úrslitum EM. Þeir eru orðnir þaulvanir því að spila stóra leiki og því er spennustigið í góðu lagi fyrir morgundaginn. „Þú hittir naglann á höfuðið með spennustigið af því við erum alltaf að spila stærsta leikinn í sögu íslenska landsliðsins og kannski íslensks fótbolta. Menn eru bara vanari því eftir sem við spilum fleiri leiki. Líka þegar við erum búnir að sigrast á þeim hindrunum á vegi okkkar virðast hindranirnar framundan vera minni,“ sagði Heimir. Íslenska liðið hefur bæði verið lofað en líka lastað fyrir að spila það sem er kallað einfaldur fótbolti. Heimir Hallgrímsson sagði sjálfur á fundinum í dag að Ísland spilar einfalt en það er líka það sem hefur skilað liðinu svona langt. „Ég meina einfaldur þannig að við spilum á okkar styrkleikum. Við vitum hvað við getum og ég hef oft sagt að ef við ætlum að spila eins og Spánverjar yrðum við bara léleg eftirlíking af þeim. Við vitum hvað við getum, við vitum hvar styrkleiki okkar liggur og við spilum upp á þann styrkleika. Það kalla ég að spila einfalt. Ef einhverjum finnst það vera lélegt eða niðurlægjandi er það bara þeirra skoðun,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Yngri flokka þjálfararnir á Íslandi eiga hrósið skilið Heimir ætlar að bíða með frekari greiningu á árangri Íslands því hann er upptekinn af því að sigra Frakkland. 2. júlí 2016 16:02 Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55 Stuð hjá Íslendingum í París þrátt fyrir sólarleysi Landsmenn brostu út að eyrum sólarhring fyrir stóru stundina á Stade de France. 2. júlí 2016 16:18 Aron: Synd að annar þeirra þurfi að hætta Aron Einar Gunnarsson segir að leikmenn geti leitað jafnt til Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar. 2. júlí 2016 16:39 Mynd Lars á liðsfundi: Örugglega léleg mynd ef þú spyrð Aron Lars Lagerbäck reyndi að hvetja sína menn til dáða með myndvinnslu fyrir liðsfund íslenska liðsins. Það er ekki hans sterkasta svið. 2. júlí 2016 16:26 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Sjá meira
Það var afskaplega létt yfir landsliðsþjálfurunum og fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni á blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Stade de France í dag. Menn reittu af sér brandarana og tók Lars Lagerbäck meira að segja einn um tilhugalíf. Aron Einar Gunnarsson sagðist klár í slaginn en hann hefur spilað meira og minna meiddur allt mótið. Hann elskar að spila á móti þeim bestu og og hlakkar til að takast á við Paul Pogba, einn eftirsóttasta leikmann heims. „Það er alltaf best og skemmtilegast að spila á móti þeim bestu og hann er klárlega einn af þeim. Hann er einn þeirra miðjumanna í dag sem skarar fram úr. Þetta verður barátta en ég er tilbúinn að kljást við hvern sem er og hef gert það ágætlega hingað til á þessu móti. Það er bara annar bardagi á morgun sem menn erum tilbúnir í,“ sagði Aron Einar. Strákarnir okkar eru búnir að fella hvern risann á fætur öðrum á leið sinni í átta liða úrslitum EM. Þeir eru orðnir þaulvanir því að spila stóra leiki og því er spennustigið í góðu lagi fyrir morgundaginn. „Þú hittir naglann á höfuðið með spennustigið af því við erum alltaf að spila stærsta leikinn í sögu íslenska landsliðsins og kannski íslensks fótbolta. Menn eru bara vanari því eftir sem við spilum fleiri leiki. Líka þegar við erum búnir að sigrast á þeim hindrunum á vegi okkkar virðast hindranirnar framundan vera minni,“ sagði Heimir. Íslenska liðið hefur bæði verið lofað en líka lastað fyrir að spila það sem er kallað einfaldur fótbolti. Heimir Hallgrímsson sagði sjálfur á fundinum í dag að Ísland spilar einfalt en það er líka það sem hefur skilað liðinu svona langt. „Ég meina einfaldur þannig að við spilum á okkar styrkleikum. Við vitum hvað við getum og ég hef oft sagt að ef við ætlum að spila eins og Spánverjar yrðum við bara léleg eftirlíking af þeim. Við vitum hvað við getum, við vitum hvar styrkleiki okkar liggur og við spilum upp á þann styrkleika. Það kalla ég að spila einfalt. Ef einhverjum finnst það vera lélegt eða niðurlægjandi er það bara þeirra skoðun,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Yngri flokka þjálfararnir á Íslandi eiga hrósið skilið Heimir ætlar að bíða með frekari greiningu á árangri Íslands því hann er upptekinn af því að sigra Frakkland. 2. júlí 2016 16:02 Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55 Stuð hjá Íslendingum í París þrátt fyrir sólarleysi Landsmenn brostu út að eyrum sólarhring fyrir stóru stundina á Stade de France. 2. júlí 2016 16:18 Aron: Synd að annar þeirra þurfi að hætta Aron Einar Gunnarsson segir að leikmenn geti leitað jafnt til Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar. 2. júlí 2016 16:39 Mynd Lars á liðsfundi: Örugglega léleg mynd ef þú spyrð Aron Lars Lagerbäck reyndi að hvetja sína menn til dáða með myndvinnslu fyrir liðsfund íslenska liðsins. Það er ekki hans sterkasta svið. 2. júlí 2016 16:26 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Sjá meira
Yngri flokka þjálfararnir á Íslandi eiga hrósið skilið Heimir ætlar að bíða með frekari greiningu á árangri Íslands því hann er upptekinn af því að sigra Frakkland. 2. júlí 2016 16:02
Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55
Stuð hjá Íslendingum í París þrátt fyrir sólarleysi Landsmenn brostu út að eyrum sólarhring fyrir stóru stundina á Stade de France. 2. júlí 2016 16:18
Aron: Synd að annar þeirra þurfi að hætta Aron Einar Gunnarsson segir að leikmenn geti leitað jafnt til Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar. 2. júlí 2016 16:39
Mynd Lars á liðsfundi: Örugglega léleg mynd ef þú spyrð Aron Lars Lagerbäck reyndi að hvetja sína menn til dáða með myndvinnslu fyrir liðsfund íslenska liðsins. Það er ekki hans sterkasta svið. 2. júlí 2016 16:26