Íslendingar eru búnir að hertaka París en allir eru að undirbúa sig fyrir stórleikinn gegn Frakklandi í átta liða úrslitum EM sem fram fer á Stade de France í kvöld.
Englendingar eru fallnir úr keppni þökk sé íslenska liðinu en á Twitter-síðu BBC og Match of the Day má finna skemmtilegt innslag þar sem íslenskir stuðningsmenn ræða leikinn í kvöld og kenna svo heimsbyggðinni að taka víkingaklappið.
Myndbandið má sjá hér að neðan.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Iceland - small country, huge spirit!
— Match of the Day (@BBCMOTD) July 3, 2016
Learn from @footballiceland how to release your inner viking...#FRAISL #ISLhttps://t.co/8pK1GZO2TL