Íslenska liðið vann hug og hjörtu þjóðarinnar með frábærri spilamennsku en fram að leiknum í gær var það ekki búið að tapa leik og auðvitað senda Englendinga heim eins og allir vita.
Leikurinn í gær var sá síðasti hjá Lars Lagerbäck með íslenska liðið en hann hefur þjálfað liðið síðan 2011. Heimir Hallgrímsson tekur nú einn við strákunum og stýrir þeim í undankeppni HM 2018 sem hefst í ágúst.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá gærkvöldinu sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók á Stade de France. Þar má sjá Lars kveðja íslensku þjóðina, fyrirliðann Aron Einar hlaða í selfie með fjölskyldunni og strákana agndofa yfir stuðningnum úr stúkunni.







