8% aukning dauðaslysa í bandarísku umferðinni Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2016 15:01 Bílaumferð í Bandaríkjunum. Nýjustu tölur um dauðaslys í umferðinni í Bandaríkjunum frá National Highway Traffic Safety Administration sýna 8% aukningu þeirra milli áranna 2014 og 2015. Í fyrra létust 35.200 í umferðinni en 32.675 árið 2014. Umferð jókst um 3,5% á milli þessara tveggja ára, svo dauðaslysum hefur fjölgað meira en þeirri aukningu nemur. NHTSA segir að fyrir hverja 100 milljón eknar mílur deyi 1,12 manns í umferðinni. Ennfremur segir NHTSA að 94% af dauðaslysum megi rekja til mistaka ökumanna og í ljósi þess sé ekki bara mikilvægt að búa nýja bíla búnaði sem ver fólk í slysum, heldur einnig búnað sem kemur í veg fyrir að slys eigi sér stað. Þessi fjöldi dauðaslysa í fyrra er sá hæsti frá árinu 2008 og hafði þeim fækkað bæði árin 2014 og 2013. Talsverður munur var á einstaka ríkjum Bandaríkjanna hvað varðar aukningu eða minnkun dauðaslysa og jókst hún um 10% í ríkjum eins og Maine, New Hampshire, Vermont, Massachusetts, Connecticet og Rhode Island. Um 1% minnkun varð hinsvegar í ríkjunum New Mexico, Texas, Oklahoma, Louisiana og Mississippi. Athygliverðust er þó 10% aukning sem orðið hefur á dauðaslysum gangandi vegfarenda sem verða fyrir bílum. Einnig lést 9% fleiri mótorhjólafólk í fyrra en árið áður. Þá voru um þriðjungur allra dauðaslysa rakin til aksturs undir áhrifum. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent
Nýjustu tölur um dauðaslys í umferðinni í Bandaríkjunum frá National Highway Traffic Safety Administration sýna 8% aukningu þeirra milli áranna 2014 og 2015. Í fyrra létust 35.200 í umferðinni en 32.675 árið 2014. Umferð jókst um 3,5% á milli þessara tveggja ára, svo dauðaslysum hefur fjölgað meira en þeirri aukningu nemur. NHTSA segir að fyrir hverja 100 milljón eknar mílur deyi 1,12 manns í umferðinni. Ennfremur segir NHTSA að 94% af dauðaslysum megi rekja til mistaka ökumanna og í ljósi þess sé ekki bara mikilvægt að búa nýja bíla búnaði sem ver fólk í slysum, heldur einnig búnað sem kemur í veg fyrir að slys eigi sér stað. Þessi fjöldi dauðaslysa í fyrra er sá hæsti frá árinu 2008 og hafði þeim fækkað bæði árin 2014 og 2013. Talsverður munur var á einstaka ríkjum Bandaríkjanna hvað varðar aukningu eða minnkun dauðaslysa og jókst hún um 10% í ríkjum eins og Maine, New Hampshire, Vermont, Massachusetts, Connecticet og Rhode Island. Um 1% minnkun varð hinsvegar í ríkjunum New Mexico, Texas, Oklahoma, Louisiana og Mississippi. Athygliverðust er þó 10% aukning sem orðið hefur á dauðaslysum gangandi vegfarenda sem verða fyrir bílum. Einnig lést 9% fleiri mótorhjólafólk í fyrra en árið áður. Þá voru um þriðjungur allra dauðaslysa rakin til aksturs undir áhrifum.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent