Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 5. júlí 2016 13:00 Vera Ísafold með maríulaxinn sinn Mynd: Ásgeir Heiðar Það eru líklega fáar laxveiðiár sem hafa gefið jafnmarga maríulaxa og Elliðaárnar enda eru þær mikið sóttar af ungum og upprennandi veiðimönnum. Það er alltaf sérstök og skemmtileg stund þegar maríulaxinum er landað og í fyrradag var ung veiðikona, Vera Ísafold, við Elliðaárnar ásamt afa sínum og þar gerði hún sér lítið fyrir og landaði sínum fyrsta laxi. Laxinn tók á maðk í Sjávarfossi og það tók ekki langann tíma að setja í hann en þessi Vera setti í hann og þreytti hann alveg sjálf en sér til halds og trausts naut hún leiðsagnar afa síns sem hélt í peysuna því átökin voru svo mikil að hún var á köflum toguð óþarflega nálægt ánni. Hún á ekki langt að sækja veiðihæfileikann þessi veiðikona því afi hennar sem var með henni við bakkann er enginn annar en Ásgeir Heiðar sem er líklega einn þekktasti veiðimaður og leiðsögumaður landsins. Laxinn var 9 pund og nýgenginn í ánna eins og von er til á þessum árstíma. Veiði gengur annars vel í Elliðaánum og eru göngur í ánna stígandi þessa dagana eins og heilt yfir landið. Mest lesið Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Fyrsti laxinn kominn í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Veiðitölur verða líklega lágar á seinni vakt í dag Veiði Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði Rjúpnaveiði hefst næsta föstudag Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Lax og gæs í Hjaltadalsá Veiði Laxinn mættur í Norðurá Veiði Veiði er hafin í Elliðavatni Veiði
Það eru líklega fáar laxveiðiár sem hafa gefið jafnmarga maríulaxa og Elliðaárnar enda eru þær mikið sóttar af ungum og upprennandi veiðimönnum. Það er alltaf sérstök og skemmtileg stund þegar maríulaxinum er landað og í fyrradag var ung veiðikona, Vera Ísafold, við Elliðaárnar ásamt afa sínum og þar gerði hún sér lítið fyrir og landaði sínum fyrsta laxi. Laxinn tók á maðk í Sjávarfossi og það tók ekki langann tíma að setja í hann en þessi Vera setti í hann og þreytti hann alveg sjálf en sér til halds og trausts naut hún leiðsagnar afa síns sem hélt í peysuna því átökin voru svo mikil að hún var á köflum toguð óþarflega nálægt ánni. Hún á ekki langt að sækja veiðihæfileikann þessi veiðikona því afi hennar sem var með henni við bakkann er enginn annar en Ásgeir Heiðar sem er líklega einn þekktasti veiðimaður og leiðsögumaður landsins. Laxinn var 9 pund og nýgenginn í ánna eins og von er til á þessum árstíma. Veiði gengur annars vel í Elliðaánum og eru göngur í ánna stígandi þessa dagana eins og heilt yfir landið.
Mest lesið Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Fyrsti laxinn kominn í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Veiðitölur verða líklega lágar á seinni vakt í dag Veiði Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði Rjúpnaveiði hefst næsta föstudag Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Lax og gæs í Hjaltadalsá Veiði Laxinn mættur í Norðurá Veiði Veiði er hafin í Elliðavatni Veiði