Bugatti Chiron hraðskreiðari en allir Le Mans bílarnir Finnur Thorlacius skrifar 5. júlí 2016 16:15 Bugatti Chiron með sín 1.500 hestöfl er ógnarlega öflugur sportbíll. Í síðasta mánuði var 24 klukkutíma þolaksturkeppnin í Le Mans í Frakklandi. Þar bar Porsche sigur úr bítum eftir að Toyota bíll hafði haft forystuna þangað til nokkrar mínútur voru eftir af keppninni, en bilaði á ögurstundu. Áður en keppnin hófst fékk ökumaður á Bugatti Chiron að prófa sig á brautinni með sín 1.500 hestöfl undir húddinu. Þar náði hann 380 kílómetra hraða sem var 34 km meiri hraði en nokkur af keppnisbílunum náði í keppninni. Þessi mikli hraði var reyndar nokkuð undir hámarkshraða Bugatti Chiron bílsins, en hann nær 420 km hámarkshraða. Rétt er að hafa í huga að Bugatti Chiron er fjöldaframleiddur bíll en það á ekki við keppnisbílana í Le Mans. Fyrstu Bugatti Chiron bílarnir sem afgreiddir eru til kaupenda verða afhentir í sumar og hver þeirra þarf að reiða fram 335 milljónir króna. Framleiddir verða 500 Bugatti Chiron bílar og hafa 200 nú þegar verið pantaðir af efnuðum kaupendum. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent
Í síðasta mánuði var 24 klukkutíma þolaksturkeppnin í Le Mans í Frakklandi. Þar bar Porsche sigur úr bítum eftir að Toyota bíll hafði haft forystuna þangað til nokkrar mínútur voru eftir af keppninni, en bilaði á ögurstundu. Áður en keppnin hófst fékk ökumaður á Bugatti Chiron að prófa sig á brautinni með sín 1.500 hestöfl undir húddinu. Þar náði hann 380 kílómetra hraða sem var 34 km meiri hraði en nokkur af keppnisbílunum náði í keppninni. Þessi mikli hraði var reyndar nokkuð undir hámarkshraða Bugatti Chiron bílsins, en hann nær 420 km hámarkshraða. Rétt er að hafa í huga að Bugatti Chiron er fjöldaframleiddur bíll en það á ekki við keppnisbílana í Le Mans. Fyrstu Bugatti Chiron bílarnir sem afgreiddir eru til kaupenda verða afhentir í sumar og hver þeirra þarf að reiða fram 335 milljónir króna. Framleiddir verða 500 Bugatti Chiron bílar og hafa 200 nú þegar verið pantaðir af efnuðum kaupendum.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent