Tesla nær ekki markmiði um fjölda afhentra bíla Sæunn Gísladóttir skrifar 6. júlí 2016 11:00 Tesla Model S fyrir utan Tesla-verksmiðjuna í Kaliforníu. Vísir/AP Annan ársfjórðunginn í röð hefur rafbílaframleiðandinn Tesla ekki náð því markmiði sem fyrirtækið hefur sett sér um fjölda afhentra bíla. Útlit er fyrir að bílaframleiðandinn nái ekki markmiðinu fyrir árið í heild. Á öðrum ársfjórðungi afhenti Tesla 14.730 bíla, en markmiðið var 17.000 bílar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að ástæða þess að færri bílar voru afhentir sé meðal annars sú að fleiri bílar séu í framleiðslu en venjulega, og mjög mikil framleiðsla hafi leitt til þess að helmingur bílanna var framleiddur á síðustu fjórum vikum. Áætlun Tesla er að afhenda 50.000 bíla á síðari helmingi ársins. Ólíklegt er þó að það takist í ljósi þess að einungis tókst að afhenda 29.140 bifreiðar á fyrri helmingi ársins. Jafnvel þó það takist verður heildarfjöldi bíla sem afhentir verða á árinu 80 til 90 þúsund, sem er lágmarksáætlun. Tesla kynnti á árinu nýja ódýrari gerð af bíl sem nefnist Model 3 Sedan. Yfir 373.000 hafa pantað hann og hefst framleiðsla á honum ekki fyrr en síðari hluta næsta árs. Tengdar fréttir Tesla mun smíða 90.000 bíla í ár en 500.000 árið 2018 Fyrirframpantanir á Tesla Model 3 eru nú ríflega 400.000. 6. maí 2016 11:13 Hlutabréf í Tesla hrynja Elon Musk hefur lagt til yfirtöku Tesla á SolarCity sem er í fjárhagsvandræðum. 22. júní 2016 14:45 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Annan ársfjórðunginn í röð hefur rafbílaframleiðandinn Tesla ekki náð því markmiði sem fyrirtækið hefur sett sér um fjölda afhentra bíla. Útlit er fyrir að bílaframleiðandinn nái ekki markmiðinu fyrir árið í heild. Á öðrum ársfjórðungi afhenti Tesla 14.730 bíla, en markmiðið var 17.000 bílar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að ástæða þess að færri bílar voru afhentir sé meðal annars sú að fleiri bílar séu í framleiðslu en venjulega, og mjög mikil framleiðsla hafi leitt til þess að helmingur bílanna var framleiddur á síðustu fjórum vikum. Áætlun Tesla er að afhenda 50.000 bíla á síðari helmingi ársins. Ólíklegt er þó að það takist í ljósi þess að einungis tókst að afhenda 29.140 bifreiðar á fyrri helmingi ársins. Jafnvel þó það takist verður heildarfjöldi bíla sem afhentir verða á árinu 80 til 90 þúsund, sem er lágmarksáætlun. Tesla kynnti á árinu nýja ódýrari gerð af bíl sem nefnist Model 3 Sedan. Yfir 373.000 hafa pantað hann og hefst framleiðsla á honum ekki fyrr en síðari hluta næsta árs.
Tengdar fréttir Tesla mun smíða 90.000 bíla í ár en 500.000 árið 2018 Fyrirframpantanir á Tesla Model 3 eru nú ríflega 400.000. 6. maí 2016 11:13 Hlutabréf í Tesla hrynja Elon Musk hefur lagt til yfirtöku Tesla á SolarCity sem er í fjárhagsvandræðum. 22. júní 2016 14:45 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tesla mun smíða 90.000 bíla í ár en 500.000 árið 2018 Fyrirframpantanir á Tesla Model 3 eru nú ríflega 400.000. 6. maí 2016 11:13
Hlutabréf í Tesla hrynja Elon Musk hefur lagt til yfirtöku Tesla á SolarCity sem er í fjárhagsvandræðum. 22. júní 2016 14:45