Samkvæmt lögreglunni var Sterling sagður hafa ógnað vegfaranda með byssu.
Á myndbandinu má sjá hvernig lögregluþjónarnir rífa Sterling í jörðina og halda honum niðri. Einn þeirra kallar „byssa“ og báðir draga upp byssur sínar og miða á Sterling. Því næst skýtur annar lögregluþjónninn hann fjórum eða sex skotum, samkvæmt Washington Post.
Vert er að vara viðkvæma við myndbandinu hér að neðan.
Muflahi segir lögregluþjónana hafa frá upphafi gengið mjög hart fram. Áður en myndbandið hefst skutu þeir Sterling með rafbyssu, sem virtist ekki hafa mikil áhrif á hann.
Sterling lést skömmu eftir að hafa verið skotinn. Lögregluþjónarnir tveir hafa verið sendir í leyfi. Þingmaðurinn Cedric Richmond hefur kallað eftir því að atvikið verði rannsakað af Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna.