Austurbakki Hólsár er að gefa vel Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2016 09:00 Stórlax úr Hólsá Eystri Rangá er komin yfir 1.000 laxa og það veiðist feykna vel í henni allri þessa dagana. Þar með talið er neðsta svæðið í ánni og það sem tekur við þegar áin sameinast Ytri Rangá og kallast þar eftir Hólsá. Veiðin þar er í takt við önnur svæði í Eystri Rangá en hátt í annað hundrað laxar hafa komið þar á land frá opnun og mest af því er fallegur tveggja ára lax. Laxinn veiðist alveg frá neðsta svæðinu sem er á móti Borg við vesturbakkann, og niður að ós en þar að auki við laxinn er oft töluvert veiði á sjóbirting og hann getur oft verið mjög vænn. Það hefur gengið vel hjá þeim hópum sem hafa veitt í Hólsá og þar sem tímabilið er rétt að byrja lítur þetta vel út með framhaldið. Mest lesið Skógá að vakna aftur til lífsins Veiði Steinsmýrarvötn komin til SVFR Veiði 24 laxar á land við opnun Þjórsár Veiði Sjóbirtingurinn byrjaður að ganga af krafti Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Trollað fyrir lax í Lake Ontario Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði
Eystri Rangá er komin yfir 1.000 laxa og það veiðist feykna vel í henni allri þessa dagana. Þar með talið er neðsta svæðið í ánni og það sem tekur við þegar áin sameinast Ytri Rangá og kallast þar eftir Hólsá. Veiðin þar er í takt við önnur svæði í Eystri Rangá en hátt í annað hundrað laxar hafa komið þar á land frá opnun og mest af því er fallegur tveggja ára lax. Laxinn veiðist alveg frá neðsta svæðinu sem er á móti Borg við vesturbakkann, og niður að ós en þar að auki við laxinn er oft töluvert veiði á sjóbirting og hann getur oft verið mjög vænn. Það hefur gengið vel hjá þeim hópum sem hafa veitt í Hólsá og þar sem tímabilið er rétt að byrja lítur þetta vel út með framhaldið.
Mest lesið Skógá að vakna aftur til lífsins Veiði Steinsmýrarvötn komin til SVFR Veiði 24 laxar á land við opnun Þjórsár Veiði Sjóbirtingurinn byrjaður að ganga af krafti Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Trollað fyrir lax í Lake Ontario Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði