Enginn aðalstjórnandi Top Gear Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2016 09:59 Öll munu þau halda áfram, nema Chris Evans. Með brotthvarfi Chris Evans sem var aðalþáttastjórnandi síðustu þáttaraðar Top Gear bílaþáttanna var við því búist að eftirmaður hans yrði skipaður, en svo verður þó ekki. Það verður einfaldlega enginn yfirþáttastjórnandi. Þættinum verður áfram stjórnað af meðstjórnendum Chris Evans úr síðustu þáttaröð, þeim Matt LeBlanc, Chris Harris, Sabine Schmitz, Rory Reid og Eddie Jordan. Ekkert þeirra verður sett skörinni hærra en annað, en öll halda þau áfram í þættinum. Líklega verður þetta framtíðarfyrirkomulag við stjórnun þáttarins og vill BBC vafalaust með því koma í veg fyrir árekstra eins og þá sem komu upp í síðustu þáttaröð, þar sem Chris Evans valtaði yfir allt og alla með yfirþáttastjórnendatitli sínum sem vopn. Chris Evans mun áfram starfa fyrir BBC og heldur áfram útvarpsþætti sínum, eins og áður en að aðkomu hans af Top Gear varð. Af Chris Evcans er þó meira að frétta, en hann hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni og er London Metropolitan Police með mál ahns í rannsókn og hefur brátt brotthvarf hans úr Top Gear þáttunum ef til vill eitthvað með það að gera. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent
Með brotthvarfi Chris Evans sem var aðalþáttastjórnandi síðustu þáttaraðar Top Gear bílaþáttanna var við því búist að eftirmaður hans yrði skipaður, en svo verður þó ekki. Það verður einfaldlega enginn yfirþáttastjórnandi. Þættinum verður áfram stjórnað af meðstjórnendum Chris Evans úr síðustu þáttaröð, þeim Matt LeBlanc, Chris Harris, Sabine Schmitz, Rory Reid og Eddie Jordan. Ekkert þeirra verður sett skörinni hærra en annað, en öll halda þau áfram í þættinum. Líklega verður þetta framtíðarfyrirkomulag við stjórnun þáttarins og vill BBC vafalaust með því koma í veg fyrir árekstra eins og þá sem komu upp í síðustu þáttaröð, þar sem Chris Evans valtaði yfir allt og alla með yfirþáttastjórnendatitli sínum sem vopn. Chris Evans mun áfram starfa fyrir BBC og heldur áfram útvarpsþætti sínum, eins og áður en að aðkomu hans af Top Gear varð. Af Chris Evcans er þó meira að frétta, en hann hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni og er London Metropolitan Police með mál ahns í rannsókn og hefur brátt brotthvarf hans úr Top Gear þáttunum ef til vill eitthvað með það að gera.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent