Deschamps mun ekki vanmeta Ísland Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2016 07:00 Didier Deschamps vann allt sem hægt var að vinna sem leikmaður og vill endurtaka leikinn sem þjálfari. vísir/getty Augu alheimsins beinast að Íslandi þessa dagana og ljóst að það verður gríðarleg athygli á leik liðsins gegn Frakklandi í 8 liða úrslitum EM á Stade de France á sunnudag. Fjölmiðlar víða um heim keppast við að hlaða íslenska liðið lofi og gera íslenska ævintýrinu góð skil. Franskir fjölmiðlar einbeita sér þó öðru fremur að liðinu sjálfu og hvað franska liðið þurfi að gera til að slá íslensku víkingana úr leik á sunnudag. Gregoire Fleurot er blaðamaður stærsta íþróttablaðs Frakklands, L'Equipe, og hann hefur fylgt íslenska liðinu eftir síðan í mars. Hann segir að væntingar Frakka séu skýrar. Þeir vilji vinna mótið á heimavelli. Vilja fara alla leið „Það væru þess vegna mikil vonbrigði að tapa fyrir Íslandi,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið í gær. Þá var nýlokið þéttsetnum blaðamannafundi íslenska liðsins á Novotel-hótelinu í Annecy. „Forseti franska knattspyrnusambandsins sagði fyrir mótið að lágmarksvæntingar væru að ná í undanúrslitin. En allir búast við því að liðið geti farið alla leið,“ segir hann. L'Equipe helgaði íslenska liðinu fjórar síður í útgáfu sinni í dag. „Tvær um hvernig Ísland spilar og hversu gott liðið er. Það vita flestir að Ísland er með gott lið og fólk vill nú skilja af hverju Ísland hefur náð góðum árangri gegn sterkum liðum eins og Englandi.“Gregoire Fleurot, blaðamaður L’Equipe í Frakklandi.vísir/esáGlapræði að vanmeta Ísland Það hefur mátt heyra á sérfræðingum í franska sjónvarpinu að þeir telji að franska landsliðið eigi að vinna það íslenska. „Það væri glapræði að vanmeta íslenska liðið úr þessu. Ég hef nú ekki heyrt mikið sjálfur af umræðu sérfræðinga en get ímyndað mér að það sé einfaldlega hluti af umræðunni í sjónvarpi að hafa skiptar skoðanir, þar sem meðal annars svona ummæli falla.“Undirbúningur verður réttur Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, átti ótrúlegan leikmannaferil. Hann vann nánast allt sem hægt var að vinna. Hann var landsliðsfyrirliði heims- og Evrópumeistaraliðs Frakklands sem unnu titlana 1998 og 2000 og vann Meistaradeild Evrópu með tveimur liðum – Marseille og Juventus. Hann er einn þriggja fyrirliða í sögunni til að lyfta öllum þremur bikurunum, ásamt Franz Beckenbauer og Iker Casillas. „Deschamps mun ekki vanmeta Ísland. Hann er mjög alvörugefinn þjálfari sem lifir fyrir samkeppni og mót eins og þessi. Hann hefur gert þetta allt saman áður og veit að það eru engin smálið á stórmótum. Ég held að honum takist að hafa andlegan undirbúning liðsins fyrir þennan leik réttan.“ Fleurot minnir á að verðandi heimsmeistarar Frakklands fengu erfiðan leik í 16 liða úrslitum HM 1998. „Það var gegn Paragvæ, sem átti að heita smálið, og reyndist einn erfiðasti leikur mótsins. Frakkland vann næstum 1-0 í framlengingu og var næstum búið að tapa. Þjálfarinn er mjög meðvitaður um þær hættur sem stafa af Íslandi.“Veikir á köntunum Mikið hefur verið fjallað um það sem Ísland gerir vel og landsliðsþjálfurunum hefur verið tíðrætt um að lykilatriði í velgengni liðsins sé hversu vel íslenska liðinu tekst að nýta sína styrkleika. En hverja telur Fleurot vera veikleika Íslands? „Það er erfið spurning. Ég veit allt um styrkleika liðsins,“ segir hann og brosir. „Ísland er með mjög sterka miðverði, miðjumenn og svo tvo framherja sem vinna gríðarlega mikið. Það er kannski helst að kantarnir séu viðkvæmir. Þegar England ákvað að spila breitt og sækja upp kantana komu bestu færi þeirra í leiknum. Það er því helst að veikleikar íslenska liðsins liggi þar.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Sjá meira
Augu alheimsins beinast að Íslandi þessa dagana og ljóst að það verður gríðarleg athygli á leik liðsins gegn Frakklandi í 8 liða úrslitum EM á Stade de France á sunnudag. Fjölmiðlar víða um heim keppast við að hlaða íslenska liðið lofi og gera íslenska ævintýrinu góð skil. Franskir fjölmiðlar einbeita sér þó öðru fremur að liðinu sjálfu og hvað franska liðið þurfi að gera til að slá íslensku víkingana úr leik á sunnudag. Gregoire Fleurot er blaðamaður stærsta íþróttablaðs Frakklands, L'Equipe, og hann hefur fylgt íslenska liðinu eftir síðan í mars. Hann segir að væntingar Frakka séu skýrar. Þeir vilji vinna mótið á heimavelli. Vilja fara alla leið „Það væru þess vegna mikil vonbrigði að tapa fyrir Íslandi,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið í gær. Þá var nýlokið þéttsetnum blaðamannafundi íslenska liðsins á Novotel-hótelinu í Annecy. „Forseti franska knattspyrnusambandsins sagði fyrir mótið að lágmarksvæntingar væru að ná í undanúrslitin. En allir búast við því að liðið geti farið alla leið,“ segir hann. L'Equipe helgaði íslenska liðinu fjórar síður í útgáfu sinni í dag. „Tvær um hvernig Ísland spilar og hversu gott liðið er. Það vita flestir að Ísland er með gott lið og fólk vill nú skilja af hverju Ísland hefur náð góðum árangri gegn sterkum liðum eins og Englandi.“Gregoire Fleurot, blaðamaður L’Equipe í Frakklandi.vísir/esáGlapræði að vanmeta Ísland Það hefur mátt heyra á sérfræðingum í franska sjónvarpinu að þeir telji að franska landsliðið eigi að vinna það íslenska. „Það væri glapræði að vanmeta íslenska liðið úr þessu. Ég hef nú ekki heyrt mikið sjálfur af umræðu sérfræðinga en get ímyndað mér að það sé einfaldlega hluti af umræðunni í sjónvarpi að hafa skiptar skoðanir, þar sem meðal annars svona ummæli falla.“Undirbúningur verður réttur Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, átti ótrúlegan leikmannaferil. Hann vann nánast allt sem hægt var að vinna. Hann var landsliðsfyrirliði heims- og Evrópumeistaraliðs Frakklands sem unnu titlana 1998 og 2000 og vann Meistaradeild Evrópu með tveimur liðum – Marseille og Juventus. Hann er einn þriggja fyrirliða í sögunni til að lyfta öllum þremur bikurunum, ásamt Franz Beckenbauer og Iker Casillas. „Deschamps mun ekki vanmeta Ísland. Hann er mjög alvörugefinn þjálfari sem lifir fyrir samkeppni og mót eins og þessi. Hann hefur gert þetta allt saman áður og veit að það eru engin smálið á stórmótum. Ég held að honum takist að hafa andlegan undirbúning liðsins fyrir þennan leik réttan.“ Fleurot minnir á að verðandi heimsmeistarar Frakklands fengu erfiðan leik í 16 liða úrslitum HM 1998. „Það var gegn Paragvæ, sem átti að heita smálið, og reyndist einn erfiðasti leikur mótsins. Frakkland vann næstum 1-0 í framlengingu og var næstum búið að tapa. Þjálfarinn er mjög meðvitaður um þær hættur sem stafa af Íslandi.“Veikir á köntunum Mikið hefur verið fjallað um það sem Ísland gerir vel og landsliðsþjálfurunum hefur verið tíðrætt um að lykilatriði í velgengni liðsins sé hversu vel íslenska liðinu tekst að nýta sína styrkleika. En hverja telur Fleurot vera veikleika Íslands? „Það er erfið spurning. Ég veit allt um styrkleika liðsins,“ segir hann og brosir. „Ísland er með mjög sterka miðverði, miðjumenn og svo tvo framherja sem vinna gríðarlega mikið. Það er kannski helst að kantarnir séu viðkvæmir. Þegar England ákvað að spila breitt og sækja upp kantana komu bestu færi þeirra í leiknum. Það er því helst að veikleikar íslenska liðsins liggi þar.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn