Jón Daði og Ragnar ekki í hættu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2016 15:00 Jón Daði lagði upp sigurmarkið gegn Englendingum eftir frábæra sókn strákanna okkar. vísir/epa Það er óhætt að segja að allar líkur séu á því að fái Ísland gult spjald í leiknum gegn Frakklandi á Stade de France á sunnudaginn þá fari viðkomandi leikmaður í bann. Níu leikmenn íslenska liðsins eru á gulu spjaldi eftir leikina fjóra á EM til þessa. Alls eru 45 leikmenn í liðunum átta á hættusvæði fyrir átta liða úrslitin sem hefjast í kvöld með leik Póllands og Portúgal. Alfreð Finnbogason var í leikbanni í leiknum gegn Austurríki en þess utan hafa gulu spjöldið dreifst lygilega vel, sem betur fer. „Þetta var hluti af planinu,“ sagði Lars Lagerbäck í gríni á blaðamannafundi í Annecy í gær. Réttir menn fengu gul spjöld í leiknum gegn Englandi. „Við sögðum þeim að þeir væru þeir einu sem mættu fá gul spjöld,“ grínaðist Svíinn áfram en ræddi svo á alvarlegum nótum. Hann sagði landsliðsmennina hafa rætt gulu spjöldin, sum væru ósanngjörn en Lars hefur á árum sínum með landsliðið lagt mikið upp úr því að leikmenn sýni aga og fái ekki ódýr gul spjöld. Nú er staðan hins vegar sú að svo til allt byrjunarliðið er á gulu spjaldi, fyrir utan Ragnar Sigurðsson og Jón Daða Böðvarsson. Þeir eru einu leikmennirnir í byrjunarliðinu sem geta fengið gult spjald án þess að fara í bann í næsta leik. N’Golo Kanté, leikmaður Leicester, og Adil Rami, miðvörður Sevilla, verða í banni í leiknum á móti Íslandi. Þá eru Olivier Giroud og Laurent Koscielny, leikmenn Arsenal, á hættusvæði. Eftir átta liða úrslitin taka leikmenn ekki lengur spjöld með sér í næstu leiki. Gulu spjöldin þurrkast út. Ragnar og Jón Daði geta því áhyggjulausir fengið gult spjald án þess að vera á hættusvæði komist Ísland í undanúrslit. Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook , Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44 EM í dag: Hinn franski Grýluvöllur Í þetta sinn er EM í dag sendur út frá æfingavelli íslenska liðsins í Annecy. 30. júní 2016 08:34 Heimir: Einbeitingin ekki í lagi ef við eyðum öllum tímanum í að vera frægir Lars Lagerbäck lét strákana okkar heyra það á blaðamannafundi í gær fyrir að vera ekki með 100 prósent einbeitingu eftir sigurinn á Englandi. 30. júní 2016 09:53 Við getum klárað hvaða lið sem er í heiminum „Við erum í himnaríki,“ segir Birkir Bjarnason. 30. júní 2016 09:31 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Það er óhætt að segja að allar líkur séu á því að fái Ísland gult spjald í leiknum gegn Frakklandi á Stade de France á sunnudaginn þá fari viðkomandi leikmaður í bann. Níu leikmenn íslenska liðsins eru á gulu spjaldi eftir leikina fjóra á EM til þessa. Alls eru 45 leikmenn í liðunum átta á hættusvæði fyrir átta liða úrslitin sem hefjast í kvöld með leik Póllands og Portúgal. Alfreð Finnbogason var í leikbanni í leiknum gegn Austurríki en þess utan hafa gulu spjöldið dreifst lygilega vel, sem betur fer. „Þetta var hluti af planinu,“ sagði Lars Lagerbäck í gríni á blaðamannafundi í Annecy í gær. Réttir menn fengu gul spjöld í leiknum gegn Englandi. „Við sögðum þeim að þeir væru þeir einu sem mættu fá gul spjöld,“ grínaðist Svíinn áfram en ræddi svo á alvarlegum nótum. Hann sagði landsliðsmennina hafa rætt gulu spjöldin, sum væru ósanngjörn en Lars hefur á árum sínum með landsliðið lagt mikið upp úr því að leikmenn sýni aga og fái ekki ódýr gul spjöld. Nú er staðan hins vegar sú að svo til allt byrjunarliðið er á gulu spjaldi, fyrir utan Ragnar Sigurðsson og Jón Daða Böðvarsson. Þeir eru einu leikmennirnir í byrjunarliðinu sem geta fengið gult spjald án þess að fara í bann í næsta leik. N’Golo Kanté, leikmaður Leicester, og Adil Rami, miðvörður Sevilla, verða í banni í leiknum á móti Íslandi. Þá eru Olivier Giroud og Laurent Koscielny, leikmenn Arsenal, á hættusvæði. Eftir átta liða úrslitin taka leikmenn ekki lengur spjöld með sér í næstu leiki. Gulu spjöldin þurrkast út. Ragnar og Jón Daði geta því áhyggjulausir fengið gult spjald án þess að vera á hættusvæði komist Ísland í undanúrslit. Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook , Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44 EM í dag: Hinn franski Grýluvöllur Í þetta sinn er EM í dag sendur út frá æfingavelli íslenska liðsins í Annecy. 30. júní 2016 08:34 Heimir: Einbeitingin ekki í lagi ef við eyðum öllum tímanum í að vera frægir Lars Lagerbäck lét strákana okkar heyra það á blaðamannafundi í gær fyrir að vera ekki með 100 prósent einbeitingu eftir sigurinn á Englandi. 30. júní 2016 09:53 Við getum klárað hvaða lið sem er í heiminum „Við erum í himnaríki,“ segir Birkir Bjarnason. 30. júní 2016 09:31 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44
EM í dag: Hinn franski Grýluvöllur Í þetta sinn er EM í dag sendur út frá æfingavelli íslenska liðsins í Annecy. 30. júní 2016 08:34
Heimir: Einbeitingin ekki í lagi ef við eyðum öllum tímanum í að vera frægir Lars Lagerbäck lét strákana okkar heyra það á blaðamannafundi í gær fyrir að vera ekki með 100 prósent einbeitingu eftir sigurinn á Englandi. 30. júní 2016 09:53
Við getum klárað hvaða lið sem er í heiminum „Við erum í himnaríki,“ segir Birkir Bjarnason. 30. júní 2016 09:31