Formaður KSÍ: Bónusgreiðslur til leikmanna taka mið af Norðurlöndunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2016 13:00 Geir Þorsteinsson. vísir/stefán Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir það nýja upplifun hjá KSÍ að fá greiðslur frá UEFA fyrir árangur sinn. KSÍ hefur fengið tæplega tvo milljarða króna í greiðslur frá UEFA samanlagt fyrir að komast á EM og svo fyrir gott gengi á mótinu. Strákarnir okkar tryggðu KSÍ 1100 milljónir króna með því að komast á EM. Við bættust ein milljón evra, um 138 milljónir króna, fyrir jafnteflin tvö gegn Portúgal og Ungverjalandi og sömuleiðis milljón evra fyrir sigurinn gegn Austurríki. Ein og hálf milljón evra bættist í kassann fyrir að komast í 16-liða úrslitin og við bættust tvær og hálf milljón evra fyrir sigurinn á Englandi. Grafík/Birgitta Alls hefur árangurinn skilað KSÍ í kringum 1926 milljónum króna. Á móti kemur að íslensku félögin fá 300 milljónir króna og leikmenn liðsins sömuleiðis hluta af innkomunni. Þá er töluverður kostnaður af veru liðsins í Frakklandi en liðið tók glæsilegt hótel í Annecy á leigu í tæpan mánuð. „Þeir bera sinn skerf frá þessu. Það er hluti af þeirra miklu vinnuframlagi,“ sagði Geir í Reykjavík Síðdegis. Samkvæmt heimildum Vísis fengu landsliðsmenn um tvær milljónir fyrir jafnteflin hvort jafntefli gegn Portúgal annars vegar og Ungverjalandi hins vegar. Við bættust fjórar milljónir fyrir sigurinn gegn Austurríki. Þá hafa þeir sömuleiðis fengið skerf af innkomunni vegna þess að hafa komist upp úr riðlinum og sigursins gegn Englandi. Geir segir módelið svipað og hjá Norðurlandaþjóðunum. KSÍ hafi horft þangað í samningaviðræðum sínum við leikmennina. Formaðurinn vonast til þess að árangur strákanna auki meðbyrin í stækkun Laugardalsvallar en Geir telur nauðsynlegt að geta boðið upp á leikvang sem tekur 20 þúsund manns í sæti. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Peningarnir streyma til leikmanna og í sjóði KSÍ Bara leikurinn í gær færði KSÍ og leikmönnum íslenska landsliðsins 344 milljónir í aðra hönd. 28. júní 2016 10:04 KSÍ tryggt sér 1,5 milljarð með EM og tveir milljarðar króna í pottinum Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir leikmenn fá hluta af tekjunum en greiðslurnar séu trúnaðarmál. 25. júní 2016 07:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir það nýja upplifun hjá KSÍ að fá greiðslur frá UEFA fyrir árangur sinn. KSÍ hefur fengið tæplega tvo milljarða króna í greiðslur frá UEFA samanlagt fyrir að komast á EM og svo fyrir gott gengi á mótinu. Strákarnir okkar tryggðu KSÍ 1100 milljónir króna með því að komast á EM. Við bættust ein milljón evra, um 138 milljónir króna, fyrir jafnteflin tvö gegn Portúgal og Ungverjalandi og sömuleiðis milljón evra fyrir sigurinn gegn Austurríki. Ein og hálf milljón evra bættist í kassann fyrir að komast í 16-liða úrslitin og við bættust tvær og hálf milljón evra fyrir sigurinn á Englandi. Grafík/Birgitta Alls hefur árangurinn skilað KSÍ í kringum 1926 milljónum króna. Á móti kemur að íslensku félögin fá 300 milljónir króna og leikmenn liðsins sömuleiðis hluta af innkomunni. Þá er töluverður kostnaður af veru liðsins í Frakklandi en liðið tók glæsilegt hótel í Annecy á leigu í tæpan mánuð. „Þeir bera sinn skerf frá þessu. Það er hluti af þeirra miklu vinnuframlagi,“ sagði Geir í Reykjavík Síðdegis. Samkvæmt heimildum Vísis fengu landsliðsmenn um tvær milljónir fyrir jafnteflin hvort jafntefli gegn Portúgal annars vegar og Ungverjalandi hins vegar. Við bættust fjórar milljónir fyrir sigurinn gegn Austurríki. Þá hafa þeir sömuleiðis fengið skerf af innkomunni vegna þess að hafa komist upp úr riðlinum og sigursins gegn Englandi. Geir segir módelið svipað og hjá Norðurlandaþjóðunum. KSÍ hafi horft þangað í samningaviðræðum sínum við leikmennina. Formaðurinn vonast til þess að árangur strákanna auki meðbyrin í stækkun Laugardalsvallar en Geir telur nauðsynlegt að geta boðið upp á leikvang sem tekur 20 þúsund manns í sæti.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Peningarnir streyma til leikmanna og í sjóði KSÍ Bara leikurinn í gær færði KSÍ og leikmönnum íslenska landsliðsins 344 milljónir í aðra hönd. 28. júní 2016 10:04 KSÍ tryggt sér 1,5 milljarð með EM og tveir milljarðar króna í pottinum Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir leikmenn fá hluta af tekjunum en greiðslurnar séu trúnaðarmál. 25. júní 2016 07:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Sjá meira
Peningarnir streyma til leikmanna og í sjóði KSÍ Bara leikurinn í gær færði KSÍ og leikmönnum íslenska landsliðsins 344 milljónir í aðra hönd. 28. júní 2016 10:04
KSÍ tryggt sér 1,5 milljarð með EM og tveir milljarðar króna í pottinum Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir leikmenn fá hluta af tekjunum en greiðslurnar séu trúnaðarmál. 25. júní 2016 07:00