EM í dag er daglegur þáttur fréttateymis 365 frá Evrópumótinu í fótbolta.
Þar fara blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis yfir það helsta sem er að gerast á mótinu, hvað er að frétta af strákunum okkar og gefa Íslendingum heima smá innsýn inn í lífið á Evrópumótinu og borgunum sem strákarnir okkar heimsækja.
Í þessum tíunda þætti ræða þeir Kolbeinn Tumi Daðason og Tómas Þór Þórðarson um draum þess síðarnefnda sem rættist eiginlega í Saint-Étienne í gær, „næstum því“ sigurinn á Stade de France 1999 og af hverju stuðningsmenn eiga að mæta vel fyrir leik í París á morgun.
Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á
Facebook
,
Twitter
og Snapchat (sport365).
