Fuchs: Við munum sækja meira á morgun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2016 14:11 Christian Fuchs á blaðamannafundinum í dag. vísir/epa Christian Fuchs, fyrirliði austurríska landsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Stade de France í dag og var þar spurður um leikinn gegn Íslandi í F-riðli EM í Frakklandi sem fram fer á morgun. „Við munum skapa fleiri færi í þessum leik en gegn Ungverjalandi,“ sagði Fuchs en Austurríki tapaði þeim leik, 2-0, og gerði svo markalaust jafntefli gegn Portúgal. Austurríki verður því að vinna leikinn á morgun til að komast áfram í 16-liða úrslitin. „Við munum gefa allt í leikinn og berjast til síðustu sekúndu. Ég er sannfærður um að við getum gengið frá leiknum sem sigurvegarar. Fyrsta skrefið hjá okkur var að ná jafntefli gegn Portúgal og ef við náum að spila þann sóknarleik sem við viljum þá mun þetta ganga upp.“ David Alaba er lykilmaður í liði Austurríkis en hann hefur ekki verið upp á sitt besta á mótinu til þessa. „Hann fær þessa athygli vegna þess að hann spilar með Bayern og hefur unnið Meistaradeild Evrópu. En mér finnst það ekki sanngjarnt. Hann er bara hluti af liðinu og okkur finnst að liðið sjálft sé stjarnan. Ef hann stendur sig vel þá mun það hjálpa liðinu. Ég hef trú á því að allir í liðinu munu standa sig vel á morgun,“ sagði hann. Fuchs óttast ekki að það sé allt undir í leiknum gegn Íslandi á morgun. „Við erum allir vanir því að spila mikilvæga leiki, hvort sem er um titla eða fall. Yfir langan feril venst maður því að spila undir pressu.“ Hann vildi lítið segja um íslenska liðið en sagði það öflugt lið sem bæri að varast. „Ísland er nýkomið fram á sjónarsviðið í alþjóðlegum fótbolta en við líka. Það má ekki gleyma því. Hvað finnst mér um Ísland? Þetta er eyja í norðri sem hefur átt nokkra góða fótboltamenn, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni.“ Marko Arnautivic sagði í austurrískum fjölmiðlum að hann hafi spilað nánast sem varnarmaður á vinstri kanti austurríska liðsins gegn Portúgal. „Hann gerði það vel og hjálpaði okkur mikið. En ég er viss um að hann fái meiri pláss á morgun. Við munum reyna að búa til pláss fyrir hann.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM í dag: Ekki sama England lengur og Ísland gæti tekið Wales á þetta Strákarnir okkar fljúga til Parísar í dag þar verður enginn ætlar að skoða Monu Lísu. 21. júní 2016 12:15 Strákarnir lentir í París Íslenska landsliðið er komið til höfuðborgar Frakklands þar sem það mætir Austurríki í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 á morgun. 21. júní 2016 14:02 EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00 Hafa unnið sér inn traust þjóðarinnar Strákarnir okkar mæta Austurríki í lokaumferð riðlakeppni EM á Stade de France á miðvikudaginn. Náist ekki að minnsta kosti punktur í París er frumraun Íslands á EM í Frakklandi lokið. Íslenska liðið ætlar sér hinsvegar áfram. 21. júní 2016 06:00 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Christian Fuchs, fyrirliði austurríska landsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Stade de France í dag og var þar spurður um leikinn gegn Íslandi í F-riðli EM í Frakklandi sem fram fer á morgun. „Við munum skapa fleiri færi í þessum leik en gegn Ungverjalandi,“ sagði Fuchs en Austurríki tapaði þeim leik, 2-0, og gerði svo markalaust jafntefli gegn Portúgal. Austurríki verður því að vinna leikinn á morgun til að komast áfram í 16-liða úrslitin. „Við munum gefa allt í leikinn og berjast til síðustu sekúndu. Ég er sannfærður um að við getum gengið frá leiknum sem sigurvegarar. Fyrsta skrefið hjá okkur var að ná jafntefli gegn Portúgal og ef við náum að spila þann sóknarleik sem við viljum þá mun þetta ganga upp.“ David Alaba er lykilmaður í liði Austurríkis en hann hefur ekki verið upp á sitt besta á mótinu til þessa. „Hann fær þessa athygli vegna þess að hann spilar með Bayern og hefur unnið Meistaradeild Evrópu. En mér finnst það ekki sanngjarnt. Hann er bara hluti af liðinu og okkur finnst að liðið sjálft sé stjarnan. Ef hann stendur sig vel þá mun það hjálpa liðinu. Ég hef trú á því að allir í liðinu munu standa sig vel á morgun,“ sagði hann. Fuchs óttast ekki að það sé allt undir í leiknum gegn Íslandi á morgun. „Við erum allir vanir því að spila mikilvæga leiki, hvort sem er um titla eða fall. Yfir langan feril venst maður því að spila undir pressu.“ Hann vildi lítið segja um íslenska liðið en sagði það öflugt lið sem bæri að varast. „Ísland er nýkomið fram á sjónarsviðið í alþjóðlegum fótbolta en við líka. Það má ekki gleyma því. Hvað finnst mér um Ísland? Þetta er eyja í norðri sem hefur átt nokkra góða fótboltamenn, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni.“ Marko Arnautivic sagði í austurrískum fjölmiðlum að hann hafi spilað nánast sem varnarmaður á vinstri kanti austurríska liðsins gegn Portúgal. „Hann gerði það vel og hjálpaði okkur mikið. En ég er viss um að hann fái meiri pláss á morgun. Við munum reyna að búa til pláss fyrir hann.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM í dag: Ekki sama England lengur og Ísland gæti tekið Wales á þetta Strákarnir okkar fljúga til Parísar í dag þar verður enginn ætlar að skoða Monu Lísu. 21. júní 2016 12:15 Strákarnir lentir í París Íslenska landsliðið er komið til höfuðborgar Frakklands þar sem það mætir Austurríki í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 á morgun. 21. júní 2016 14:02 EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00 Hafa unnið sér inn traust þjóðarinnar Strákarnir okkar mæta Austurríki í lokaumferð riðlakeppni EM á Stade de France á miðvikudaginn. Náist ekki að minnsta kosti punktur í París er frumraun Íslands á EM í Frakklandi lokið. Íslenska liðið ætlar sér hinsvegar áfram. 21. júní 2016 06:00 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
EM í dag: Ekki sama England lengur og Ísland gæti tekið Wales á þetta Strákarnir okkar fljúga til Parísar í dag þar verður enginn ætlar að skoða Monu Lísu. 21. júní 2016 12:15
Strákarnir lentir í París Íslenska landsliðið er komið til höfuðborgar Frakklands þar sem það mætir Austurríki í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 á morgun. 21. júní 2016 14:02
EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00
Hafa unnið sér inn traust þjóðarinnar Strákarnir okkar mæta Austurríki í lokaumferð riðlakeppni EM á Stade de France á miðvikudaginn. Náist ekki að minnsta kosti punktur í París er frumraun Íslands á EM í Frakklandi lokið. Íslenska liðið ætlar sér hinsvegar áfram. 21. júní 2016 06:00