Ronaldo tryggði Portúgal jafntefli og sæti í sextán liða úrslitunum | Sjáðu markaveisluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2016 17:45 Cristiano Ronaldo fagnar marki í kvöld. Vísir/EPA Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru komnir í sextán liða úrslit Evrópumótsins í fótbolta eftir 3-3 jafntefli við Ungverja í kvöld. Jafntefli dugði Ungverjum líka til að vinna F-riðilinn á markatölu. Portúgal endar í þriðja sæti riðilsins en í efstu sætunum eru Ungverjaland og Ísland. Það stefndi í að Portúgal yrði í öðru sæti en sigurmark Íslands í lokin þýðir að Englendingar mæta íslenska liðinu en ekki Portúgal. Leikurinn var ótrúleg skemmtun og þó að Portúgalar hafa verið mikið meira með boltann þá ógnuðu Ungverjar allan leikinn með skyndisóknum sínum. Leikurinn róaðist þó mikið eftir sjötta markið en það kom á 62. mínútu leiksins. Ungverjar komust líka þrisvar sinnum yfir í leiknum en Portugalar jöfnuðu í öll þrjú skiptin. Cristiano Ronaldo skoraði sín fyrstu tvö mörk á mótinu og varð með því fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að skora á fjórum Evrópumótum. Fyrra markið skoraði Cristiano Ronaldo með laglegri hælspyrnu eftir fyrirgjöf frá João Mário en það síðara gerði hann með skalla eftir fyrirgjöf frá Ricardo Quaresma en Quaresma var þá nýkominn inná sem varamaður. Balazs Dzsudzsak, fyrirliði Ungverja skoraði tvö mörk í leiknum og bæði eftir að boltinn breytti mikið um stefnu af varnarmanni portúgalska liðsins. Ungverjar mæta væntanlega Belgum í sextán liða úrslitunum en Portúgalar eru að fara í leik á móti Króatíu.Ungverjar komast í 1-0 með marki Zoltan Gera Ungverjaland komið yfir gegn Portúgal! 1-0! #EMÍsland #POR #HUN https://t.co/EKKvXCdczl— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Nani jafnar metin í 1-1 jafnar gegn skömmu fyrir hálfleik. 1-1 #EMÍsland https://t.co/PNqtldcE06— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Dzsudzsák kemur Ungverjum yfir en Ronaldo er fljótur að jafna Nóg að gerast í leik og . Ungverjar komast aftur yfir en Ronaldo jafnar með GLÆSILEGU marki. #EMÍsland https://t.co/5gWWwnR1Hz— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Dzsudzsák skorar aftur en aftur jafnar Ronaldo Ótrúlegur leikur hjá og . Hér eru 5. og 6. markið. 2-3 og 3-3. #EMÍsland https://t.co/cXZYL9gVZE— Síminn (@siminn) June 22, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru komnir í sextán liða úrslit Evrópumótsins í fótbolta eftir 3-3 jafntefli við Ungverja í kvöld. Jafntefli dugði Ungverjum líka til að vinna F-riðilinn á markatölu. Portúgal endar í þriðja sæti riðilsins en í efstu sætunum eru Ungverjaland og Ísland. Það stefndi í að Portúgal yrði í öðru sæti en sigurmark Íslands í lokin þýðir að Englendingar mæta íslenska liðinu en ekki Portúgal. Leikurinn var ótrúleg skemmtun og þó að Portúgalar hafa verið mikið meira með boltann þá ógnuðu Ungverjar allan leikinn með skyndisóknum sínum. Leikurinn róaðist þó mikið eftir sjötta markið en það kom á 62. mínútu leiksins. Ungverjar komust líka þrisvar sinnum yfir í leiknum en Portugalar jöfnuðu í öll þrjú skiptin. Cristiano Ronaldo skoraði sín fyrstu tvö mörk á mótinu og varð með því fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að skora á fjórum Evrópumótum. Fyrra markið skoraði Cristiano Ronaldo með laglegri hælspyrnu eftir fyrirgjöf frá João Mário en það síðara gerði hann með skalla eftir fyrirgjöf frá Ricardo Quaresma en Quaresma var þá nýkominn inná sem varamaður. Balazs Dzsudzsak, fyrirliði Ungverja skoraði tvö mörk í leiknum og bæði eftir að boltinn breytti mikið um stefnu af varnarmanni portúgalska liðsins. Ungverjar mæta væntanlega Belgum í sextán liða úrslitunum en Portúgalar eru að fara í leik á móti Króatíu.Ungverjar komast í 1-0 með marki Zoltan Gera Ungverjaland komið yfir gegn Portúgal! 1-0! #EMÍsland #POR #HUN https://t.co/EKKvXCdczl— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Nani jafnar metin í 1-1 jafnar gegn skömmu fyrir hálfleik. 1-1 #EMÍsland https://t.co/PNqtldcE06— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Dzsudzsák kemur Ungverjum yfir en Ronaldo er fljótur að jafna Nóg að gerast í leik og . Ungverjar komast aftur yfir en Ronaldo jafnar með GLÆSILEGU marki. #EMÍsland https://t.co/5gWWwnR1Hz— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Dzsudzsák skorar aftur en aftur jafnar Ronaldo Ótrúlegur leikur hjá og . Hér eru 5. og 6. markið. 2-3 og 3-3. #EMÍsland https://t.co/cXZYL9gVZE— Síminn (@siminn) June 22, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira