Kalifornía hættir stuðningsgreiðslum til kaupenda rafbíla Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2016 10:28 Nissan Leaf rafmagnsbíll. Kalifornía hefur hvatt til kaupa á umhverfisvænum bílum með stuðningsgreiðslum til kaupenda rafmagnsbíla, tengiltvinnbíla og vetnisbíla. Nú bendir hinsvegar allt til þess að þeim stuðningi verði hætt. Ástæða þess er að fjárhagsstaða Kaliforníu leyfir ekki frekari greiðslur af þessu tagi. Í Kaliforníu hefur ríkið greitt kaupendum rafmagnsbíla 2.500 dollara, 1.500 til kaupenda tengiltvinnbíla og 5.000 dollara til handa þeim sem fjárfesta í vetnisbílum. Einnig hefur ríkið veitt stuðningsgreiðslur vegna eyðslugrannra flutningabíla. Öllum þessum stuðningi verður nú hætt ef fylkisstjóri Kaliforníu skrifar undir fjárhagsáætlunina sem nú liggur fyrir. Allar líkur eru til þess. Í Kaliforníu hefur verið veitt 300 milljörðum dollara alls í stuðningsgreiðslur vegna 140.000 umhverfisvænna bíla á síðustu 6 árum. Nú fer því hver að verða síðastur í Kaliforníu að nýta sér greiðslur vegna þeirra. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent
Kalifornía hefur hvatt til kaupa á umhverfisvænum bílum með stuðningsgreiðslum til kaupenda rafmagnsbíla, tengiltvinnbíla og vetnisbíla. Nú bendir hinsvegar allt til þess að þeim stuðningi verði hætt. Ástæða þess er að fjárhagsstaða Kaliforníu leyfir ekki frekari greiðslur af þessu tagi. Í Kaliforníu hefur ríkið greitt kaupendum rafmagnsbíla 2.500 dollara, 1.500 til kaupenda tengiltvinnbíla og 5.000 dollara til handa þeim sem fjárfesta í vetnisbílum. Einnig hefur ríkið veitt stuðningsgreiðslur vegna eyðslugrannra flutningabíla. Öllum þessum stuðningi verður nú hætt ef fylkisstjóri Kaliforníu skrifar undir fjárhagsáætlunina sem nú liggur fyrir. Allar líkur eru til þess. Í Kaliforníu hefur verið veitt 300 milljörðum dollara alls í stuðningsgreiðslur vegna 140.000 umhverfisvænna bíla á síðustu 6 árum. Nú fer því hver að verða síðastur í Kaliforníu að nýta sér greiðslur vegna þeirra.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent