Bíll ársins í 112 þjónustu Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2016 10:35 Opel Astra Sports Tourer, sérútbúinn til neyðarþjónustu. Opel Astra, Bíll ársins í Evrópu 2016, gerir sig gildandi á sífellt fleiri sviðum eftir því sem Opel annar eftirspurn. Opel Astra er með eindæmum sterkur og traustur og fyrir vikið þykir hann henta sérlega vel í verkefni þar sem mikið liggur við og ekkert má klikka. Nýlega kynnti Opel til sögunnar sérstaka útfærslu af Sports Tourer langbaksútgáfunni , sem er sniðinn fyrir fyrirtæki í neyðarþjónustu; slökkvilið og sjúkrastofnanir. Í grunninn kemur bíllinn afar vel búinn, nýjum, framúrskarandi tæknilausnum hvað varðar allan samskipta- og öryggisbúnað. Þegar við bætast svo 190 kg léttari hönnun miðað við forverann og öflug og spræk 136 hestafla díselvél með sex þrepa sjálfskiptinu, þá er kominn bíll sem eru allir vegir færir. Fyrirtæki og stofnanir sem sinna neyðarþjónustu voru hafðir með í ráðum við mótun á þeim Opel Astra Sports Tourer sem er sérbúinn fyrir neyðarþjónustu og verða fyrstu eintökin mætt á neyðarvaktina í haust á götum Evrópu. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent
Opel Astra, Bíll ársins í Evrópu 2016, gerir sig gildandi á sífellt fleiri sviðum eftir því sem Opel annar eftirspurn. Opel Astra er með eindæmum sterkur og traustur og fyrir vikið þykir hann henta sérlega vel í verkefni þar sem mikið liggur við og ekkert má klikka. Nýlega kynnti Opel til sögunnar sérstaka útfærslu af Sports Tourer langbaksútgáfunni , sem er sniðinn fyrir fyrirtæki í neyðarþjónustu; slökkvilið og sjúkrastofnanir. Í grunninn kemur bíllinn afar vel búinn, nýjum, framúrskarandi tæknilausnum hvað varðar allan samskipta- og öryggisbúnað. Þegar við bætast svo 190 kg léttari hönnun miðað við forverann og öflug og spræk 136 hestafla díselvél með sex þrepa sjálfskiptinu, þá er kominn bíll sem eru allir vegir færir. Fyrirtæki og stofnanir sem sinna neyðarþjónustu voru hafðir með í ráðum við mótun á þeim Opel Astra Sports Tourer sem er sérbúinn fyrir neyðarþjónustu og verða fyrstu eintökin mætt á neyðarvaktina í haust á götum Evrópu.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent