Bílaframleiðendur í Bretlandi kjósa áframhaldandi veru í ESB Finnur Thorlacius skrifar 23. júní 2016 10:04 Land Rover Discovery Sport. Allir bílaframleiðendur sem starfa í Bretlandi vilja að landið verði áfram í Evrópusambandinu og telja að þeir tapi miklum fjárhæðum ef breskir kjósendur velja útgöngu. Jaguar Land Rover segir að fyrirtækið yrði af allt af 185 milljörðum króna fram til ársins 2020 ef af útgöngu verður. Þetta byggir Jaguar Land Rover á útreikningum vegna þeirra skattabreytinga sem útganga hefði í för með sér. Leggjast myndi á 10% útflutningsskattur á þá bíla sem framleiddir eru í Bretlandi en seldir í löndum Evrópusambandsins. Ennfremur myndi leggjast á 4% skattur á þá íhluti sem breskar bílaverksmiðjur myndu flytja inn frá löndum Evrópusambandsins. Forstjóri Jaguar Land Rover hefur skrifað bréf til starfsmanna fyrirtækisins þar sem hann útlistar þessi áhrif og hvaða afleiðingar þær hefðu. Með því má ljóst vera að hann hvetur starfsmenn sína til að greiða atkvæði sitt með áframhaldandi veru í Evrópusambandinu og að atkvæði greitt á annan hátt myndi stefna störfum þess í hættu vegna minnkandi eftirspurnar eftir bílum Jaguar Land Rover. Ef að kosningarnar fara á þann hátt að Bretlandi gengi úr Evrópusambandinu er ekki ólíklegt að fyrirtæki eins og Jaguar Land Rover kysi frekar að smíða bíla sína í löndum Evrópusambandsins fremur en í heimalandinu Bretlandi og því eru störf starfsmanna þar í enn meiri hættu. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent
Allir bílaframleiðendur sem starfa í Bretlandi vilja að landið verði áfram í Evrópusambandinu og telja að þeir tapi miklum fjárhæðum ef breskir kjósendur velja útgöngu. Jaguar Land Rover segir að fyrirtækið yrði af allt af 185 milljörðum króna fram til ársins 2020 ef af útgöngu verður. Þetta byggir Jaguar Land Rover á útreikningum vegna þeirra skattabreytinga sem útganga hefði í för með sér. Leggjast myndi á 10% útflutningsskattur á þá bíla sem framleiddir eru í Bretlandi en seldir í löndum Evrópusambandsins. Ennfremur myndi leggjast á 4% skattur á þá íhluti sem breskar bílaverksmiðjur myndu flytja inn frá löndum Evrópusambandsins. Forstjóri Jaguar Land Rover hefur skrifað bréf til starfsmanna fyrirtækisins þar sem hann útlistar þessi áhrif og hvaða afleiðingar þær hefðu. Með því má ljóst vera að hann hvetur starfsmenn sína til að greiða atkvæði sitt með áframhaldandi veru í Evrópusambandinu og að atkvæði greitt á annan hátt myndi stefna störfum þess í hættu vegna minnkandi eftirspurnar eftir bílum Jaguar Land Rover. Ef að kosningarnar fara á þann hátt að Bretlandi gengi úr Evrópusambandinu er ekki ólíklegt að fyrirtæki eins og Jaguar Land Rover kysi frekar að smíða bíla sína í löndum Evrópusambandsins fremur en í heimalandinu Bretlandi og því eru störf starfsmanna þar í enn meiri hættu.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent