Íslendingar og knattspyrnuaðdáendur um alla Evrópu eru í þessum töluðu orðum að reyna að tryggja sér miða á leikina í sextán liða úrslitum EM í knattspyrnu. Auglýst hafði verið að hægt væri að komast í röð á heimasíðu UEFA klukkan 11:45 að íslenskum tíma og miðasala hæfist klukkan 12.
Íslenskir stuðningsmenn duttu inn í röðina í kringum 11:50 og síðan hefur fólk verið á bið. Hægt er að fylgjast með því hve langt maður er kominn í röðinni og þar er lítil hreyfing hjá flestum. Þegar sá tími er liðinn er hægt að velja leik sem maður vill reyna að ná miða á og kemur fyrst þá í ljós hvort einhverjir miðar verða eftir.
Miðarnir fljúga út á fyrstur kemur - fyrstur fær reglunni og verða klárlega margir sem munu sitja eftir með sárt ennið.
