Andy Hunter: England gæti lent í basli gegn Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júní 2016 20:30 Andy Hunter er einn þekktasti blaðamaður Guardian en hann var kominn til Annecy í dag til að fylgjast með æfingu íslenska landsliðsins. Hann segir að það hafi verið mikill áhugi á íslenska liðinu fyrir en hann hafi farið upp úr öllu valdi eftir að ljóst var að England yrði andstæðingur okkar manna í 16-liða úrslitunum. „Þetta er rómantísk saga. Ísland er lítið land og fólk var heillað af því að það væru 10 prósent af þjóðinni að koma hingað út til Frakklands. Það vilja allir að smáliðunum gangi vel,“ sagði Hunter í viðtali við Vísi í dag. „Auðvitað voru margir fegnir að sleppa við Portúgal sem sló okkur út á tveimur stórmótum í röð. Einhverjir segja að þetta sé auðveldur dráttur en það er ekkert slíkt til þegar England á í hlut.“ „Ég held að það væri lítið gert úr Íslandi með því að hugsa um Ísland í því ljósi.“ England fékk tækifæri til að vinna sinn riðil á EM en gerði markalaust jafntefli við Slóvakíu í lokaleik riðilsins. Hunter reiknar með að England fái svipaðan leik gegn Íslandi og í þeim leik. „England gæti lent í vandræðum gegn Íslandi. Þeir voru ekki sannfærandi gegn Slóvakíu. Þeir fengu nokkur færi þegar Slóvakía varðist með hárri línu og Vardy komst inn á milli þeirra. Slóvakar gerðu ekki þau mistök aftur.“ „Roy Hodgson veit ekki enn hvað hans sterkasta byrjunarlið er en að móti kemur að liðið fær nú viku til að undirbúa sig fyrir þennan leik. Það gæti verið vandamál fyrir Ísland.“ Viðtalið má sjá allt hér fyrir ofan en þar ræðir Hunter meðal annars um myndbandið af Gumma Ben sem hefur farið um allan heim eftir leikinn í gær.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Sjá meira
Andy Hunter er einn þekktasti blaðamaður Guardian en hann var kominn til Annecy í dag til að fylgjast með æfingu íslenska landsliðsins. Hann segir að það hafi verið mikill áhugi á íslenska liðinu fyrir en hann hafi farið upp úr öllu valdi eftir að ljóst var að England yrði andstæðingur okkar manna í 16-liða úrslitunum. „Þetta er rómantísk saga. Ísland er lítið land og fólk var heillað af því að það væru 10 prósent af þjóðinni að koma hingað út til Frakklands. Það vilja allir að smáliðunum gangi vel,“ sagði Hunter í viðtali við Vísi í dag. „Auðvitað voru margir fegnir að sleppa við Portúgal sem sló okkur út á tveimur stórmótum í röð. Einhverjir segja að þetta sé auðveldur dráttur en það er ekkert slíkt til þegar England á í hlut.“ „Ég held að það væri lítið gert úr Íslandi með því að hugsa um Ísland í því ljósi.“ England fékk tækifæri til að vinna sinn riðil á EM en gerði markalaust jafntefli við Slóvakíu í lokaleik riðilsins. Hunter reiknar með að England fái svipaðan leik gegn Íslandi og í þeim leik. „England gæti lent í vandræðum gegn Íslandi. Þeir voru ekki sannfærandi gegn Slóvakíu. Þeir fengu nokkur færi þegar Slóvakía varðist með hárri línu og Vardy komst inn á milli þeirra. Slóvakar gerðu ekki þau mistök aftur.“ „Roy Hodgson veit ekki enn hvað hans sterkasta byrjunarlið er en að móti kemur að liðið fær nú viku til að undirbúa sig fyrir þennan leik. Það gæti verið vandamál fyrir Ísland.“ Viðtalið má sjá allt hér fyrir ofan en þar ræðir Hunter meðal annars um myndbandið af Gumma Ben sem hefur farið um allan heim eftir leikinn í gær.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Sjá meira