Bjargvætturinn úr Eyjum mætti til Annecy svo strákarnir okkar gætu kosið sér forseta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júní 2016 23:17 Strákarnir í karlalandsliði Íslands í knattspyrnu fengu góða heimsókn á hótelið sitt í Annecy í dag. Þangað kom færandi hendi Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Genf, ásamt Helgu Bertelsen sendiráðsfulltrúa. Forsetakosningar eru á Íslandi á laugardaginn og fengu strákarnir í karlalandsliðinu og starfsfólk að kjósa í kvöld. „Ég er í skemmtilegu verkefni. Við vorum að framkvæma utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna forsetakosninganna og gefa landsliðsstrákunum möguleika á að taka þátt í þeim þó þeir séu ekki á Íslandi,“ sagði Martin í samtali við Vísi í Annecy í kvöld. „Þetta gekk bara vel. Þetta eru fyrirmyndarpiltar í alla staði og þetta fór mjög vel fram eftir kúnstnarinnar reglum.“ Martin, sem spilaði knattspyrnu með ÍBV á sínum tíma, sagði kosningu á hótelinu hafa verið yfir meðallagi. Fyrir gamlan knattspyrnumann hafi verið forréttindi að fá að heimsækja landsliðið á hótelið.Eyjapeyjar í mörgum stöðum „Þetta var virkilega gaman og gmana að hitta minn gamla félaga úr ÍBV, Heimi Hallgrímsson, og fleiri góða Eyjamenn. Einsa kalda kokk, Jóhannes Ólafsson, í landsliðsnefndinni og fyrrverandi formann knattspyrnudeildarinnar, Ómar Smárason hjá KSÍ og Víði Reynisson öryggisstjóri.“ Martin er Eyjamaður í húð og hár og fékk viðurnefnið bjargvætturinn í upphafi 10. áratugarins. Ástæðan var sú að hann skoraði sigurmark Eyjamanna í lokaumferðinni tvö ár í röð, mörk sem björguðu þeim frá falli. En telur Martin okkur eiga möguleika gegn Englandi í Nice á mánudaginn? „Já, ég tel að við eigum góða möguleika. Við sjáum það að við erum að vera betri og betri. Okkar lykilmenn sem voru ekki í sínu besta leikformi hafa verið að spila betur og betur með hverjum leiknum. Við eigum tvímælalaust góða möguleika gegn Englandi. “ EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04 60 metra sprettur Birkis keypti tvo auka daga fyrir þreytta leikmenn Íslands Heimir Hallgrímsson þakkar Birki Bjarnasyni sérstaklega fyrir auka hvíldina sem íslenska liðið fær fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 19:45 Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55 Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Sjá meira
Strákarnir í karlalandsliði Íslands í knattspyrnu fengu góða heimsókn á hótelið sitt í Annecy í dag. Þangað kom færandi hendi Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Genf, ásamt Helgu Bertelsen sendiráðsfulltrúa. Forsetakosningar eru á Íslandi á laugardaginn og fengu strákarnir í karlalandsliðinu og starfsfólk að kjósa í kvöld. „Ég er í skemmtilegu verkefni. Við vorum að framkvæma utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna forsetakosninganna og gefa landsliðsstrákunum möguleika á að taka þátt í þeim þó þeir séu ekki á Íslandi,“ sagði Martin í samtali við Vísi í Annecy í kvöld. „Þetta gekk bara vel. Þetta eru fyrirmyndarpiltar í alla staði og þetta fór mjög vel fram eftir kúnstnarinnar reglum.“ Martin, sem spilaði knattspyrnu með ÍBV á sínum tíma, sagði kosningu á hótelinu hafa verið yfir meðallagi. Fyrir gamlan knattspyrnumann hafi verið forréttindi að fá að heimsækja landsliðið á hótelið.Eyjapeyjar í mörgum stöðum „Þetta var virkilega gaman og gmana að hitta minn gamla félaga úr ÍBV, Heimi Hallgrímsson, og fleiri góða Eyjamenn. Einsa kalda kokk, Jóhannes Ólafsson, í landsliðsnefndinni og fyrrverandi formann knattspyrnudeildarinnar, Ómar Smárason hjá KSÍ og Víði Reynisson öryggisstjóri.“ Martin er Eyjamaður í húð og hár og fékk viðurnefnið bjargvætturinn í upphafi 10. áratugarins. Ástæðan var sú að hann skoraði sigurmark Eyjamanna í lokaumferðinni tvö ár í röð, mörk sem björguðu þeim frá falli. En telur Martin okkur eiga möguleika gegn Englandi í Nice á mánudaginn? „Já, ég tel að við eigum góða möguleika. Við sjáum það að við erum að vera betri og betri. Okkar lykilmenn sem voru ekki í sínu besta leikformi hafa verið að spila betur og betur með hverjum leiknum. Við eigum tvímælalaust góða möguleika gegn Englandi. “
EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04 60 metra sprettur Birkis keypti tvo auka daga fyrir þreytta leikmenn Íslands Heimir Hallgrímsson þakkar Birki Bjarnasyni sérstaklega fyrir auka hvíldina sem íslenska liðið fær fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 19:45 Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55 Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Sjá meira
Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04
60 metra sprettur Birkis keypti tvo auka daga fyrir þreytta leikmenn Íslands Heimir Hallgrímsson þakkar Birki Bjarnasyni sérstaklega fyrir auka hvíldina sem íslenska liðið fær fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 19:45
Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55