Rafmagnsflutningabílar í Svíþjóð Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2016 09:47 Vöruflutningabíll í Svíþjóð sem gengur fyrir rafmagni. Í Svíþjóð fara nú fram prufanir á flutningabílum sem drifnir eru áfram með rafmagni og hlaðnir á ferð. Þeir fá ekki rafhleðslu sína frá undirlaginu, heldur úr rafmagnsvírum fyrir ofan vegina sem þeir aka, líkt og léttlestir í borgum. Prufubrautin er ekki ýkja löng, eða aðeins um 2,5 kílómetrar og er nálægt Sandvik. Það eru Scania og Gävleborg sveitarfélagið sem standa að þessum prufunum. Vöruflutningabílarnir fá 750 volt spennu úr vírunum fyrir ofan veginn sem hleður stórar rafhlöður þeirra. Önnur tilraun með rafmagnsflutningabíla fer einnig fram nálægt Arlanda flugvelli í nágrenni Stokkhólms. Þar hafa sem stendur flutningabílarnir sína eigin akrein en munu aka á almennum akreinum á næsta ári og þessi tilraun verður í gangi til ársins 2018. Tilraunirnar nú eru liður í að gera vöruflutninga lausa við mengun í Svíþjóð frá og með árinu 2030. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent
Í Svíþjóð fara nú fram prufanir á flutningabílum sem drifnir eru áfram með rafmagni og hlaðnir á ferð. Þeir fá ekki rafhleðslu sína frá undirlaginu, heldur úr rafmagnsvírum fyrir ofan vegina sem þeir aka, líkt og léttlestir í borgum. Prufubrautin er ekki ýkja löng, eða aðeins um 2,5 kílómetrar og er nálægt Sandvik. Það eru Scania og Gävleborg sveitarfélagið sem standa að þessum prufunum. Vöruflutningabílarnir fá 750 volt spennu úr vírunum fyrir ofan veginn sem hleður stórar rafhlöður þeirra. Önnur tilraun með rafmagnsflutningabíla fer einnig fram nálægt Arlanda flugvelli í nágrenni Stokkhólms. Þar hafa sem stendur flutningabílarnir sína eigin akrein en munu aka á almennum akreinum á næsta ári og þessi tilraun verður í gangi til ársins 2018. Tilraunirnar nú eru liður í að gera vöruflutninga lausa við mengun í Svíþjóð frá og með árinu 2030.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent