Griezmann skaut Frökkum áfram sem mæta annað hvort Íslandi eða Englandi | Sjáðu mörkin 26. júní 2016 14:45 Antoine Griezmann fagnar seinna marki sínu. Vísir/EPA Antoine Griezmann sá um að skjóta Frakklandi í átta liða úrslit EM, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Írlandi. Frakkar mæta annað hvort Íslandi eða Englandi í átta liða úrslitum keppninnar. Leikið var á Parc Olympique Lyonnais leikvanginum í Lyon og það voru ekki liðnar nema 59 sekúndur þegar Írar fengu víti. Paul Pogba féll þá Shane Long, en Robie Brady steig á punktinn og skoraði. Frakkarnir byrjuðu strax að þjarma að marki Íra, en tókst ekki að koma boltanum í netið í fyrri hálfleik og Írar leiddu því í hálfleik 1-0. Didier Deschamps tók N'Golo Kanté útaf í hálfleik og setti hinn sóknarþenkjandi Kingsley Coman inná. Frakkar ætluðu að blása til sóknar og það bar árangur. Á 57. mínútu jafnaði Antoine Griezmann með frábærum skalla eftir laglega fyrirgjöf Bacary Sagna, en þetta var annað mark Griezmann í keppninni. Griezmann var ekki hættur því fjórum mínútum síðar var hann aftur á ferðinni, en nú skoraði hann eftir undirbúning Arsenal-mannsins Oliver Giroud sem skallaði boltann fyrir fætur Griezmann. Ekki skánaði ástandið fyrir Írland þegar Shane Duffy fékk að líta beint rautt spjald á 66. mínútu þegar hann klippti niður títtnefndar Griezmann sem var að sleppa einn í gegn. Frakkar sigldu sigrinum svo í höfn án nokkura vandræða, en Írarnir ógnuðu lítið einum færri. Gestgjafarnir því komnir í átta liða úrslitin og mæta þar annað hvort okkur Íslendingum eða Englandi, en þau mætast á morgun.Hræðileg byrjun fyrir gestgjafana. Pogba fær á sig víti sem Brady skorar örugglega úr. 1-0 fyrir #IRL #EMÍsland https://t.co/yuzj5uEyGD— Síminn (@siminn) June 26, 2016 Griezmann jafnar og kemur svo Frökkum yfir: #FRA komið yfir! Griezmann með 2 mörk á örfáum mínútum! #EMÍsland https://t.co/7N0vGDQRma— Síminn (@siminn) June 26, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Fleiri fréttir Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Í beinni: Danmörk - Svíþjóð | Norðurlandaslagur af bestu gerð Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Sjá meira
Antoine Griezmann sá um að skjóta Frakklandi í átta liða úrslit EM, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Írlandi. Frakkar mæta annað hvort Íslandi eða Englandi í átta liða úrslitum keppninnar. Leikið var á Parc Olympique Lyonnais leikvanginum í Lyon og það voru ekki liðnar nema 59 sekúndur þegar Írar fengu víti. Paul Pogba féll þá Shane Long, en Robie Brady steig á punktinn og skoraði. Frakkarnir byrjuðu strax að þjarma að marki Íra, en tókst ekki að koma boltanum í netið í fyrri hálfleik og Írar leiddu því í hálfleik 1-0. Didier Deschamps tók N'Golo Kanté útaf í hálfleik og setti hinn sóknarþenkjandi Kingsley Coman inná. Frakkar ætluðu að blása til sóknar og það bar árangur. Á 57. mínútu jafnaði Antoine Griezmann með frábærum skalla eftir laglega fyrirgjöf Bacary Sagna, en þetta var annað mark Griezmann í keppninni. Griezmann var ekki hættur því fjórum mínútum síðar var hann aftur á ferðinni, en nú skoraði hann eftir undirbúning Arsenal-mannsins Oliver Giroud sem skallaði boltann fyrir fætur Griezmann. Ekki skánaði ástandið fyrir Írland þegar Shane Duffy fékk að líta beint rautt spjald á 66. mínútu þegar hann klippti niður títtnefndar Griezmann sem var að sleppa einn í gegn. Frakkar sigldu sigrinum svo í höfn án nokkura vandræða, en Írarnir ógnuðu lítið einum færri. Gestgjafarnir því komnir í átta liða úrslitin og mæta þar annað hvort okkur Íslendingum eða Englandi, en þau mætast á morgun.Hræðileg byrjun fyrir gestgjafana. Pogba fær á sig víti sem Brady skorar örugglega úr. 1-0 fyrir #IRL #EMÍsland https://t.co/yuzj5uEyGD— Síminn (@siminn) June 26, 2016 Griezmann jafnar og kemur svo Frökkum yfir: #FRA komið yfir! Griezmann með 2 mörk á örfáum mínútum! #EMÍsland https://t.co/7N0vGDQRma— Síminn (@siminn) June 26, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Fleiri fréttir Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Í beinni: Danmörk - Svíþjóð | Norðurlandaslagur af bestu gerð Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Sjá meira