Grjótá og Tálmi gáfu 14 laxa í tveggja daga holli Karl Lúðvíkson skrifar 26. júní 2016 16:14 Mynd: www.svfr.is Grjótá og Tálmi hefur hingað til verið þekkt sem síðsumars veiðisvæði og það hefur ekki verið mikið sótt í júní dagana. Það á líklega eftir að breytast því staðan í íslenskum veiðiám er allt annað en veiðimenn eiga að þekkja og fordæmin fyrir þeim opnunum sem hafa þegar átt sér stað engin. Það virðist vera töluvert af laxi kominn upp í Grjótá og Tálma enda sést það á veiðitölum frá öðru hollinu sem var við veiðar núna í loka vikunnar. Það var mikið líf og auk laxa sem náðust á land sluppu líklega jafn margir en takan var stundum heldur grönn. Það breytir því ekki að á tveimur dögum var fjórtán löxum landað á aðeins tvær stangir og það er besta byrjun frá upphafi. Það er gott gönguvatn á svæðinu svo laxinn á greiða leið upp eftir ánni og veiðimenn eru sammála um að það magn af laxi sem sé þegar kominn á svæðið sé svipað og menn eiga að venjast á besta tíma. Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Frábær veiði í Laxá í Dölum Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frábær feðgaferð í Miðfjarðará Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði
Grjótá og Tálmi hefur hingað til verið þekkt sem síðsumars veiðisvæði og það hefur ekki verið mikið sótt í júní dagana. Það á líklega eftir að breytast því staðan í íslenskum veiðiám er allt annað en veiðimenn eiga að þekkja og fordæmin fyrir þeim opnunum sem hafa þegar átt sér stað engin. Það virðist vera töluvert af laxi kominn upp í Grjótá og Tálma enda sést það á veiðitölum frá öðru hollinu sem var við veiðar núna í loka vikunnar. Það var mikið líf og auk laxa sem náðust á land sluppu líklega jafn margir en takan var stundum heldur grönn. Það breytir því ekki að á tveimur dögum var fjórtán löxum landað á aðeins tvær stangir og það er besta byrjun frá upphafi. Það er gott gönguvatn á svæðinu svo laxinn á greiða leið upp eftir ánni og veiðimenn eru sammála um að það magn af laxi sem sé þegar kominn á svæðið sé svipað og menn eiga að venjast á besta tíma.
Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Frábær veiði í Laxá í Dölum Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frábær feðgaferð í Miðfjarðará Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði