Fury átti að berjast við Wladimir Klitschko þann níunda júlí, en varð að hætta við þann bardaga vegna meiðsla á ökla.
Þessi 27 ára bardagakappi er nú mættur til Nice í Frakklandi til að sjá strákana okkar spila við England á morgun, en hann var að drekka með stuðningsmönnum enska landsliðsins í dag.
Hann fór á bar með enskum stuðningsmönnum og eyddi þar þúsund evrum á bar. Þar keypti hann risa umgang af áfengis-drykknum Jagermeister auk orkudrykkja sem kostaði hann þúsund evrur.
„Svona mikið elska ég stuðningsmennina mína. Euro 2016, 200 Jagerbombur fyrir stuðningsmennina," setti Fury á Twitter-síðu sinni.
Stuðningsmennirnir sem voru á barnum með Fury byrjuðu svo að breyta textanum við hið heimsfræga stuðningsmannalag í dag "Will Grigg's on Fire", en þeir breyttu því í "Fury is on fire, Klitschko is terrified".
Fury verður því í stúkunni á morgun þegar íslensku strákarnir taka á móti þeim ensku klukkan 19.00. Fylgst verður með í beinni textalýsingu á Vísi og upphitun allan daginn á morgun.
