Tuttugu punda maríulax úr Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 27. júní 2016 09:00 Björn Halldór með Maríulaxinn sinn úr Víðidalsá. Karl Lúðvíksson Það bíða sumir lengi eftir fyrsta laxinum sínum sem er í daglegu tali kallaður Maríulax og auðvitað óska flestir sér hraustlega vaxinn fisk. Það reynist ekki öllum vandalaust að ná í Maríulaxinn en þegar augnablikið gerist og laxinn tekur fluguna og baráttan hefst, þá er athygli og einbeitning veiðimannsins öll á einu markmiði. Að ná laxinum á land. Stundum þarf nokkrar tilraunir og baráttur þar sem laxinn hefur betur en þegar veiðimaðurinn nær að renna laxi í háfinn í fyrsta skipti er óhætt að segja að spennufall taki yfir hug og líkama. En hvað gerist þegar Maríulaxinn þinn er 20 punda tröll? Þetta fékk Björn Halldór Helgason að reyna í Víðidalsá þegar hann landaði einmitt 20 punda fiski í Harðeyrarstreng en sá veiðistaður er einmitt þekktur fyrir stórlaxa sem þar veiðast. Eins og sést á myndinni er laxinn enginn smásmíð og ánægja veiðimannsins augljós með þetta ferlíki í höndunum. Veiðivísir óskar Birni til hamingju með Maríulaxinn og velfarnaðar í veiðiferðum framtíðar. Mest lesið Fyrstu laxarnir eru mættir í Elliðaárnar Veiði Fjólmennt við Þingvallavatn í dag Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Veiðitímabilið loksins farið í gang Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði
Það bíða sumir lengi eftir fyrsta laxinum sínum sem er í daglegu tali kallaður Maríulax og auðvitað óska flestir sér hraustlega vaxinn fisk. Það reynist ekki öllum vandalaust að ná í Maríulaxinn en þegar augnablikið gerist og laxinn tekur fluguna og baráttan hefst, þá er athygli og einbeitning veiðimannsins öll á einu markmiði. Að ná laxinum á land. Stundum þarf nokkrar tilraunir og baráttur þar sem laxinn hefur betur en þegar veiðimaðurinn nær að renna laxi í háfinn í fyrsta skipti er óhætt að segja að spennufall taki yfir hug og líkama. En hvað gerist þegar Maríulaxinn þinn er 20 punda tröll? Þetta fékk Björn Halldór Helgason að reyna í Víðidalsá þegar hann landaði einmitt 20 punda fiski í Harðeyrarstreng en sá veiðistaður er einmitt þekktur fyrir stórlaxa sem þar veiðast. Eins og sést á myndinni er laxinn enginn smásmíð og ánægja veiðimannsins augljós með þetta ferlíki í höndunum. Veiðivísir óskar Birni til hamingju með Maríulaxinn og velfarnaðar í veiðiferðum framtíðar.
Mest lesið Fyrstu laxarnir eru mættir í Elliðaárnar Veiði Fjólmennt við Þingvallavatn í dag Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Veiðitímabilið loksins farið í gang Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði