32 laxar á land í fyrsta holli á Borg í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 27. júní 2016 10:00 Tekið á laxi við Borg í Ytri Rangá Veiðisvæðið kennt við Borg í Ytri Rangá er í miklum ham samfara hrikalegri veiði í Ytri enda fer allur laxinn fram hjá Borg á leið sinni upp ánna. Það er leitun að lýsingarorðum sem ná utan um veiðitölurnar úr Rangánum þessa dagana en eins og við höfum greint frá þá veiddi opnunarhollið í Ytri Rangá 255 laxa sem er met sem við eigum erfitt með að trúa að verði nokkurn tímann slegið hér á landi. Öll svæðin eru inni og pökkuð af laxi. Neðra svæðið í Ytri Rangá er kennt við Borg og inní því eru veiðistaðir sem áður voru inní skiptingum á efra svæðinu, t.d. Straumey. Veiði hófst í vikunni á Borg og opnunarhollið þar gerði feykna veiði eins og búist var við þegar ljósst var hversu mikill lax er kominn á svæðið og að krafturinn í göngunum er eins og á besta tíma. Samtals var 32 löxum landað og stórlaxahlutfallið feykna gott. Bestu staðirnir á svæðinu eru yfirleitt Straumey, Borg og með landinu þar sem moldarbakkinn byrjar við Borg en annars getur lax verið um allt þegar hann gengur meðfram landinu. Mest lesið Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Minni laxveiði en 2014 Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Flottar bleikjur að veiðast í Þingvallavatni Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði
Veiðisvæðið kennt við Borg í Ytri Rangá er í miklum ham samfara hrikalegri veiði í Ytri enda fer allur laxinn fram hjá Borg á leið sinni upp ánna. Það er leitun að lýsingarorðum sem ná utan um veiðitölurnar úr Rangánum þessa dagana en eins og við höfum greint frá þá veiddi opnunarhollið í Ytri Rangá 255 laxa sem er met sem við eigum erfitt með að trúa að verði nokkurn tímann slegið hér á landi. Öll svæðin eru inni og pökkuð af laxi. Neðra svæðið í Ytri Rangá er kennt við Borg og inní því eru veiðistaðir sem áður voru inní skiptingum á efra svæðinu, t.d. Straumey. Veiði hófst í vikunni á Borg og opnunarhollið þar gerði feykna veiði eins og búist var við þegar ljósst var hversu mikill lax er kominn á svæðið og að krafturinn í göngunum er eins og á besta tíma. Samtals var 32 löxum landað og stórlaxahlutfallið feykna gott. Bestu staðirnir á svæðinu eru yfirleitt Straumey, Borg og með landinu þar sem moldarbakkinn byrjar við Borg en annars getur lax verið um allt þegar hann gengur meðfram landinu.
Mest lesið Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Minni laxveiði en 2014 Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Flottar bleikjur að veiðast í Þingvallavatni Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði