Ítalir voru miklu betri í leiknum og Spánverjar geta þakkað markverði sínum David De Gea fyrir að spennan hélst í leiknum allan tímann. Ítalir gulltryggðu ekki sigurinn fyrr en í uppbótartíma leiksins.
Það var varnarmaðurinn Giorgio Chiellini sem skoraði fyrra markið á 33. mínútu þegar hann fylgdi á eftir fastri aukaspyrnu sem David De Gea hafði varið frá Éder.
Graziano Pellè gerði síðan út um leikinn í uppbótartíma alveg eins og hann gerði á móti Belgum. Pellè fékk boltann frá Matteo Darmian og afgreiddi hann í markið.
Gianluigi Buffon fékk ekki mikið að gera fram eftir öllum leiknum en varði mjög vel á lokakaflanum þegar Spánverjar juku pressuna.
Spænska liðið var ekki búið að tapa í fjórtán leikjum í röð í úrslitakeppni EM fyrir tapið á móti Króatíu í lokaumferð riðilsins en var nú að tapa sínum öðrum leik í röð.
Það var fátt sem minnti á það að þarna færi ríkjandi Evrópumeistarar en Ítalir tryggðu sér með þessum sigri leik á móti heimsmeisturum Þýskalands í átta liða úrslitunum.
Seinna mark Ítala og sigurinn í höfnMARK! Chiellini fylgir eftir aukaspyrnu og kemur #ITA yfir gegn #ESP! #EMÍsland https://t.co/PSW9T2EYf1
— Síminn (@siminn) June 27, 2016
Ítalía bætir við marki í uppbótartíma og slá Spánverja út 2-0. #EMÍsland #ESP #ITA https://t.co/ssjcjcvekf
— Síminn (@siminn) June 27, 2016