Wayne Rooney vissi ekki um skilaboð enska landsliðsþjálfarans til íslensku leikmannanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2016 13:30 Síðast þegar karlalandslið Englands og Íslands mættust á knattspyrnuvellinum unnu þeirr fyrrnefndu 6-1 sigur. Vettvangurinn var City of Manchester Stadium í samnefndri borg og var æfingaleikur í aðdraganda EM 2004, raunar síðasti leikur Englands fyrir mótið. Byrjunarlið Íslands þennan dag var svona: Árni Gautur Arason, Indriði Sigurðsson, Pétur Marteinsson, Hermann Hreiðarsson, Þórður Guðjónsson, Arnar Grétarsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Heiðar Helguson, Eiður Smári Guðjohnsen og Helgi Sigurðsson. Pétur Marteinsson, sem er hluti af teymi Símans á Evrópumótinu, man vel eftir leiknum. „Ég ætlaði að segja því miður en þetta var upplifun,“ segir Pétur í samtali við Vísi. „Þarna voru þeir með frábært lið. Beckham, Scholes og Owen með Rooney frammi.“ Pétur Marteins rifjar upp 6-1 leikinn í spilaranum að neðan. Byrjunarlið Englands í leiknum var svona: Paul Robinson, Gary Neville, Ashley Cole, Sol Campbell, Jamie Carragher, Steven Gerrard, Frank Lampard, Paul Scholes, Wayne Rooney og Michael Owen. „Ég man eftir því fyrir leik að þá kemur sænski þjálfarinn þeirra Sven Göran Eriksson inn í klefa til okkar og segir: „Hey strákar, þetta er síðasti leikur fyrir stórmót, „take it easy“. Engar tæklingar, ekkert rugl,“ rifjar Pétur upp brosandi. „Svo förum við út á völl og eftir þrjár til fjórar mínútur kom Paul Scholes fljúgandi í Heiðar Helgu, negldi hann með tökkunum fyrir ofan hné,“ segir Pétur. Augljóst rautt spjald að hans mati en Scholes slapp eins og svo oft áður. „Þannig að þeir fóru ekki eftir þessari reglu hjá Sven Göran,“ segir Pétur. Wayne Rooney skoraði tvö mörk í leiknum, annað með glæsilegu langskoti, og allt gekk upp hjá þeim að sögn Péturs og grínast: „Ekki eins mikið hjá okkur.“Mörkin úr leiknum í Manchester 2004 má sjá í spilaranum að neðan. Rooney vissi ekki af skilaboðunum Blaðamaður ákvað að spyrja Wayne Rooney út í þennan leik fyrir tólf árum á blaðamannafundi í Nice í gær. „Já, ég man eftir leiknum,“ sagði Rooney á fundinum. „Ég vissi reyndar ekki að Sven Göran hefði gert þetta.“ Leikurinn hefði verið góður undirbúningsleikur og gott hefði verið að vinna hann.Svar Rooney má sjá eftir 13 mínútur og 30 sekúndur í spilaranum að neðan. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Nú mega lömbin sparka England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti. 27. júní 2016 06:00 EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England? Ég stóð uppi í stúku á Allianz Riviera-vellinum, eða Hreiðrinu eins og við köllum það, og fylgdist með æfingu íslenska liðsins eftir blaðamannafundinn í Nice í gær. Menn voru bara að skokka í hringi eins og alltaf á þessum opnu fimmtán mínútum. 27. júní 2016 08:00 EM í dag: Nice í Nice Það er leikdagur. Ísland - England í 16-liða úrslitum EM og það á frönsku rivíerunni. 27. júní 2016 09:00 Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Síðast þegar karlalandslið Englands og Íslands mættust á knattspyrnuvellinum unnu þeirr fyrrnefndu 6-1 sigur. Vettvangurinn var City of Manchester Stadium í samnefndri borg og var æfingaleikur í aðdraganda EM 2004, raunar síðasti leikur Englands fyrir mótið. Byrjunarlið Íslands þennan dag var svona: Árni Gautur Arason, Indriði Sigurðsson, Pétur Marteinsson, Hermann Hreiðarsson, Þórður Guðjónsson, Arnar Grétarsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Heiðar Helguson, Eiður Smári Guðjohnsen og Helgi Sigurðsson. Pétur Marteinsson, sem er hluti af teymi Símans á Evrópumótinu, man vel eftir leiknum. „Ég ætlaði að segja því miður en þetta var upplifun,“ segir Pétur í samtali við Vísi. „Þarna voru þeir með frábært lið. Beckham, Scholes og Owen með Rooney frammi.“ Pétur Marteins rifjar upp 6-1 leikinn í spilaranum að neðan. Byrjunarlið Englands í leiknum var svona: Paul Robinson, Gary Neville, Ashley Cole, Sol Campbell, Jamie Carragher, Steven Gerrard, Frank Lampard, Paul Scholes, Wayne Rooney og Michael Owen. „Ég man eftir því fyrir leik að þá kemur sænski þjálfarinn þeirra Sven Göran Eriksson inn í klefa til okkar og segir: „Hey strákar, þetta er síðasti leikur fyrir stórmót, „take it easy“. Engar tæklingar, ekkert rugl,“ rifjar Pétur upp brosandi. „Svo förum við út á völl og eftir þrjár til fjórar mínútur kom Paul Scholes fljúgandi í Heiðar Helgu, negldi hann með tökkunum fyrir ofan hné,“ segir Pétur. Augljóst rautt spjald að hans mati en Scholes slapp eins og svo oft áður. „Þannig að þeir fóru ekki eftir þessari reglu hjá Sven Göran,“ segir Pétur. Wayne Rooney skoraði tvö mörk í leiknum, annað með glæsilegu langskoti, og allt gekk upp hjá þeim að sögn Péturs og grínast: „Ekki eins mikið hjá okkur.“Mörkin úr leiknum í Manchester 2004 má sjá í spilaranum að neðan. Rooney vissi ekki af skilaboðunum Blaðamaður ákvað að spyrja Wayne Rooney út í þennan leik fyrir tólf árum á blaðamannafundi í Nice í gær. „Já, ég man eftir leiknum,“ sagði Rooney á fundinum. „Ég vissi reyndar ekki að Sven Göran hefði gert þetta.“ Leikurinn hefði verið góður undirbúningsleikur og gott hefði verið að vinna hann.Svar Rooney má sjá eftir 13 mínútur og 30 sekúndur í spilaranum að neðan.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Nú mega lömbin sparka England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti. 27. júní 2016 06:00 EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England? Ég stóð uppi í stúku á Allianz Riviera-vellinum, eða Hreiðrinu eins og við köllum það, og fylgdist með æfingu íslenska liðsins eftir blaðamannafundinn í Nice í gær. Menn voru bara að skokka í hringi eins og alltaf á þessum opnu fimmtán mínútum. 27. júní 2016 08:00 EM í dag: Nice í Nice Það er leikdagur. Ísland - England í 16-liða úrslitum EM og það á frönsku rivíerunni. 27. júní 2016 09:00 Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Nú mega lömbin sparka England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti. 27. júní 2016 06:00
EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England? Ég stóð uppi í stúku á Allianz Riviera-vellinum, eða Hreiðrinu eins og við köllum það, og fylgdist með æfingu íslenska liðsins eftir blaðamannafundinn í Nice í gær. Menn voru bara að skokka í hringi eins og alltaf á þessum opnu fimmtán mínútum. 27. júní 2016 08:00
EM í dag: Nice í Nice Það er leikdagur. Ísland - England í 16-liða úrslitum EM og það á frönsku rivíerunni. 27. júní 2016 09:00