Gengi hlutabréfa á breskum hlutabréfamarkaði hefur hrunið í morgun, rétt eins og á föstudaginn. Þetta gerist í kjölfar niðurstöðu Brexit-kosninganna á fimmtudaginn þar sem kosið var að Bretland myndi yfirgefa Evrópusambandið.
Í morgun var gengi breska pundsins 1.327 dollarar, sem er litlu hærra en það var á föstudaginn þegar það hafði ekki verið lægra í 31 ár.
Vextir á tíu ára ríkisskuldabréfum lækkuðu einnig og voru undir eitt prósent í fyrsta sinn. Hlutabréfamarkaðurinn hefur sem fyrr segir tekið dýfu og lækkuðu hlutabréf í flugfélaginu easyJet um rúmlega 19 prósent í morgun eftir að tilkynnt var um lægri afkomuspá í kjölfar Brexit-kosninganna.
FTSE 100 vísitalan sem mælir stærstu fyrirtæki Bretlands lækkaði um 1,63 prósent í morgun og FTSE 250 sem nær til fleiri fyrirtækja sem starfa mestmegnis á breskum markaði um rúmlega fimm prósent.
Pundið áfram í sögulegri lægð

Tengdar fréttir

Reyna að koma í veg fyrir Brexit
Milljónir Breta krefjast annarra kosninga um áframhaldandi viðveru Bretlands í Evrópusambandinu. Æðsti ráðherra Skotlands íhugar að beita neitunarvaldi gegn Brexit.

Hlutabréf í bílafyrirtækjum hríðfalla í kjölfar Brexit
Hlutabréf Fiat Chrysler féllu um 12,3%, Toyota um 8,6% og Nissan um 8,1%.