Flott veiði og stórir fiskar í Baugstaðaós Karl Lúðvíksson skrifar 27. júní 2016 11:56 Halldór Gunnarsson með flottann sjóbirting úr Baugstaðaós Baugstaðarós hefur lengi verið vinsælt og gjöfult veiðisvæði en núna í sumar virðist stefna í frábært ár á þessu svæði. Þetta skemmtilega veiðisvæði er vel sótt og þarna er yfirleitt erfitt að fá leyfi enda er uppselt á svæðið vel fram í september. Þeir sem ná tökum á veiðinni þarna gera yfirleitt góða veiði en það virðist vera sem svo að flestir fái eitthvað en vanir menn auðvitað meira. Einn af þeim sem veiðir vel þarna er Halldór Gunnarsson hjá www.veidistadir.is en hann fór ásamt félaga sínum og það er óhætt að segja að þeir hafi átt frábæran dag. Hann sendi okkur smá skeyti:"Skrapp í Baugstaðarós núna um helgina með Sigga félaga - hafði aldrei komið þangað áður en lengi langað. Siggi hafði að vísu farið þangað fyrir um 30 árum. Ekkert sérlega gott veður sem tók á móti okkur hálfgert rok og rigning. Það stoppar mann samt ekki. Bókin sýndi að það hafði verið príðileg veiði frá opnun, 1. júní, og þá sér í lagi var opnunin með heila blaðsíðu í bókinni. Fiskar allt að 10pund höfðu verið að veiðast.Veiðifyrirkomulagið er þannig að maður má byrja að veiða kvöldið fyrir keyptan dag, í um 2 tíma, eða fram að háflóði. Og svo er næsti dagur veiddur frá klukkan 7 - 20. Mestmegnis hafði verið skráður fiskur úr 2 veiðistöðum, eða #4 og #5. 5 er það sem oft er kallað Bugða held ég. Við renndum streamer-um í þessa helstu staði á leiðinni niður ánna en urðum ekki varir. Urðum ekkert varir heldur alveg niðri í ósnum. Sá þá fisk velta sér í Bugðu, en enginn vildi fiskurinn á straumfluguna. Þá var sett upp púpa og tökuvari, og þá fóru hlutirnir að gerast. Lönduðum einum 50cm og einum akfeitum 73cm birting áður en við héldum í hús.Næsti morgun tók vel á móti okkur og fiskurinn í tökustuði - helst voru þeir að taka púpurnar hans Sveins; Rolluna, Glóðin, og þær allar. Svo róaðist eftir hádegi og urðum ekki varir þar til við fórum heim. Lönduðum s.s. 5 fiskum, 50cm, 55cm, 64cm, 70, og 74cm - og misstum einnig 3, þar af 2 risavaxna." Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Frábær veiði í Laxá í Dölum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði
Baugstaðarós hefur lengi verið vinsælt og gjöfult veiðisvæði en núna í sumar virðist stefna í frábært ár á þessu svæði. Þetta skemmtilega veiðisvæði er vel sótt og þarna er yfirleitt erfitt að fá leyfi enda er uppselt á svæðið vel fram í september. Þeir sem ná tökum á veiðinni þarna gera yfirleitt góða veiði en það virðist vera sem svo að flestir fái eitthvað en vanir menn auðvitað meira. Einn af þeim sem veiðir vel þarna er Halldór Gunnarsson hjá www.veidistadir.is en hann fór ásamt félaga sínum og það er óhætt að segja að þeir hafi átt frábæran dag. Hann sendi okkur smá skeyti:"Skrapp í Baugstaðarós núna um helgina með Sigga félaga - hafði aldrei komið þangað áður en lengi langað. Siggi hafði að vísu farið þangað fyrir um 30 árum. Ekkert sérlega gott veður sem tók á móti okkur hálfgert rok og rigning. Það stoppar mann samt ekki. Bókin sýndi að það hafði verið príðileg veiði frá opnun, 1. júní, og þá sér í lagi var opnunin með heila blaðsíðu í bókinni. Fiskar allt að 10pund höfðu verið að veiðast.Veiðifyrirkomulagið er þannig að maður má byrja að veiða kvöldið fyrir keyptan dag, í um 2 tíma, eða fram að háflóði. Og svo er næsti dagur veiddur frá klukkan 7 - 20. Mestmegnis hafði verið skráður fiskur úr 2 veiðistöðum, eða #4 og #5. 5 er það sem oft er kallað Bugða held ég. Við renndum streamer-um í þessa helstu staði á leiðinni niður ánna en urðum ekki varir. Urðum ekkert varir heldur alveg niðri í ósnum. Sá þá fisk velta sér í Bugðu, en enginn vildi fiskurinn á straumfluguna. Þá var sett upp púpa og tökuvari, og þá fóru hlutirnir að gerast. Lönduðum einum 50cm og einum akfeitum 73cm birting áður en við héldum í hús.Næsti morgun tók vel á móti okkur og fiskurinn í tökustuði - helst voru þeir að taka púpurnar hans Sveins; Rolluna, Glóðin, og þær allar. Svo róaðist eftir hádegi og urðum ekki varir þar til við fórum heim. Lönduðum s.s. 5 fiskum, 50cm, 55cm, 64cm, 70, og 74cm - og misstum einnig 3, þar af 2 risavaxna."
Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Frábær veiði í Laxá í Dölum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði