Hvor markvörðurinn er meiri vítabani? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júní 2016 15:30 Hannes horfir á eftir vítaspyrnu Austurríkismannsins Aleksandars Dragovic sem fór í stöngina. vísir/vilhelm Það verður leikið til þrautar þegar Ísland og England mætast í 16-liða úrslitum EM 2016 í Nice í kvöld. Verði jafnt eftir venjulegan leiktíma þarf að framlengja og ef það verður enn jafnt eftir 30 mínútna framlengingu ráðast úrslitin í vítaspyrnukeppni. Englendingar hafa miklu meiri reynslu af vítakeppnum þótt hún sé ekkert sérstaklega jákvæð eins og fjallað var um á Vísi í dag. Hannes Þór Halldórsson hefur spilað mjög vel á EM og hann er með góða tölfræði þegar kemur að vítaspyrnum. Á sjö tímabilum í efstu deild á Íslandi þurfti Hannes 22 sinnum að glíma við vítaspyrnur. Hann varði átta þeirra auk þess sem tvær fóru forgörðum. Leikmenn efstu deildar á Íslandi nýttu því aðeins 12 af 22 vítum gegn Hannesi.Hannes var duglegur að verja víti meðan hann lék með KR.vísir/vilhelmHannes var í liði Fram sem tapaði fyrir Breiðabliki í vítakeppni í úrslitaleik VISA-bikarsins 2009. Hann varði eina spyrnu Blika, frá Arnóri Sveini Aðalsteinssyni. Hannes fór út í atvinnumennsku eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með KR 2013. Hann hefur þurft að glíma við sjö vítaspyrnur í efstu og næstefstu deild í Noregi og varið þrjár þeirra, þ.á.m. eina frá landa sínum, Birni Daníel Sverrissyni, leikmanni Viking. Þá vann Hannes vítakeppni með Bodö/Glimt í næstsíðasta leik sínum með liðinu fyrir EM. Hannes og félagar mættu þá Haugesund í 16-liða úrslitum norsku bikarkeppninnar og leikurinn fór alla leið í vítakeppni. Þar varði Hannes tvær af átta vítaspyrnum Haugesund en vítakeppnin fór í þrefaldan bráðabana. Hannes hefur þrisvar sinnum þurft að glíma við vítaspyrnur í landsleik, nú síðast gegn Austurríki á miðvikudaginn. Þá skaut miðvörðurinn Aleksandar Dragovic í stöngina. Slóveninn Valter Birsa og Svisslendingurinn Blerim Dzemaili skoruðu hins vegar úr vítum gegn Hannesi í undankeppni HM 2014.Andrea Pirlo tekur Panenka-víti gegn Joe Hart á EM 2012.vísir/gettyKollegi Hannesar í marki Englands, Joe Hart, er einnig með fína tölfræði þegar kemur að því að verja vítaspyrnur. Hart hefur varið 11 af þeim 42 vítaspyrnum sem hann hefur fengið á sig á ferlinum (samkvæmt tölfræði á vefsíðunni Transfermarkt) auk þess sem tvær hafa farið í súginn. Hart hefur m.a. varið víti frá leikmönnum á borð við Lionel Messi, Frank Lampard og Zlatan Ibrahimovic.Sjá einnig: Nóg fyrir strákana að hitta á markið í kvöld? | Hart var með Leo í gær Hart hefur einu sinni tekið þátt í vítakeppni með Englandi; gegn Ítalíu í 8-liða úrslitum á EM fyrir fjórum árum. Hart tókst ekki að verja í vítakeppninni. Ítalir skoruðu úr fjórum af fimm spyrnum sínum en ein fór framhjá. Frægt er þegar Hart reyndi að taka Andrea Pirlo á taugum fyrir þriðju spyrnu Ítalíu. Ítalski snillingurinn lét það ekkert á sig fá og vippaði boltanum snyrtilega í mitt markið.Vítakeppni Englands og Ítalíu frá EM 2012 má sjá hér að neðan. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Er þetta tölfræðin sem Lars og Heimir ættu að skoða fyrir kvöldið? Arnór Ingvi Traustason hefur skorað fjögur mörk í átta landsleikjum fyrir Ísland. 27. júní 2016 14:00 Englandsdrottning fylgist með Ólafi Ragnari í viðtali Fráfarandi forseti lýðveldisins var undir vökulu auga Englandsdrottningar eða hér um bil í viðtali í Nice í dag. 27. júní 2016 14:31 Nú mega lömbin sparka England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti. 27. júní 2016 06:00 EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England? Ég stóð uppi í stúku á Allianz Riviera-vellinum, eða Hreiðrinu eins og við köllum það, og fylgdist með æfingu íslenska liðsins eftir blaðamannafundinn í Nice í gær. Menn voru bara að skokka í hringi eins og alltaf á þessum opnu fimmtán mínútum. 27. júní 2016 08:00 Benni Bongó: KSÍ svaraði kalli þjóðarinnar Knattspyrnusamband Íslands bauð tíu meðlimum Tólfunnar á leikinn gegn Englandi í Nice. 27. júní 2016 13:00 Lars: Ég vil vera hérna í eina til tvær vikur til viðbótar Eins og gegn Austurríki gæti leikurinn í kvöld verið sá síðasti hjá Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið. 27. júní 2016 11:00 Íslensk ofurhetja og flúraðir menn með íspinna | Myndir Sjáðu Íslendingana á Rivierunni í Nice er spennan magnast fyrir stórleikinn gegn Englandi í 16 liða úrslitum EM. 27. júní 2016 13:00 Eggert: Við vinnum England í vító Eggert Magnússon, fyrrum formaður KSÍ, hefur verið kaffærður með hamingjuóskum eftir velgengni íslenska liðsins á EM. 27. júní 2016 10:30 Sjáðu stemmninguna í Nice | Myndband Sól og gleði á ströndinni í Nice þar sem leikur Íslands og Englands í 16-liða úrslitum EM 2016 fer fram. 27. júní 2016 11:59 Danskir styðja Ísland í Nice: „Ísland vinnur í framlengingu“ Sex danskir vinir eru mættir til Nice til að fylgjast með leik Englands og Íslands og halda auðvitað með frændum sínum. 27. júní 2016 14:41 Ármann Smári: Ekki gleyma því að Ísland er ósigrað á EM Ármann Smári Björnsson, fyrirliði ÍA í Pepsi-deildinni, segir að pressan sé öll á Englandi fyrir leikinn gegn Íslandi í Nice í 16-liða úrslitum EM 2016 í kvöld. 27. júní 2016 14:30 Daniel Taylor: Ísland er ekki lið sem tapar 3-0 Einn allra fremsti fótboltablaðamaður Englands segir að sínir menn þurfi að passa sig á strákunum okkar í kvöld. 27. júní 2016 15:04 Lið framtíðarinnar í vandræðum Þrjátíu ár af sárindum var sungið í laginu Three Lions (Football's Coming Home) þegar það var samið fyrir EM 1996 sem haldið var á Englandi. Þar tapaði liðið í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum gegn Þýskalandi sem jók á sársaukann. Tuttugu ár eru liðin og enska liðið þekkir ekkert nema sárindi á stórmótum. Svo mikinn að í dag er textinn "No more years of hurt“. 27. júní 2016 07:30 Leikur Íslands og Englands stærri fjölmiðlaviðburður en Spánn - Ítalía Það verða um 3.000 Íslendingar á leiknum í Nice í kvöld þar sem strákarnir okkar mæta enska landsliðinu. 27. júní 2016 10:07 Wayne Rooney vissi ekki um skilaboð enska landsliðsþjálfarans til íslensku leikmannanna Síðast þegar England og Ísland mættust var um 6-1 slátrun að ræða á City of Manchester Stadium. 27. júní 2016 13:30 Ráðleggingar til Íslendinga í Nice á leikdag Engin bílastæði eru í nágrenni við leikvanginn. 27. júní 2016 07:00 Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45 Alan Shearer: Tap fyrir Íslandi yrði mesta niðurlæging í sögu enska landsliðsins Ef England tapar fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum EM 2016 í Nice í kvöld verður það mesta niðurlæging í sögu enska landsliðsins. Þetta segir Alan Shearer, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands, í pistli sínum í The Sun. 27. júní 2016 12:00 Enskir miðlar hita upp fyrir leikinn í kvöld: „Tuttugu ára sárindi gætu haldið áfram“ Enskir fjölmiðlar setja alla pressuna á Roy Hodgson og enska landsliðið fyrir leik Íslands og Englands í kvöld. 27. júní 2016 14:30 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Það verður leikið til þrautar þegar Ísland og England mætast í 16-liða úrslitum EM 2016 í Nice í kvöld. Verði jafnt eftir venjulegan leiktíma þarf að framlengja og ef það verður enn jafnt eftir 30 mínútna framlengingu ráðast úrslitin í vítaspyrnukeppni. Englendingar hafa miklu meiri reynslu af vítakeppnum þótt hún sé ekkert sérstaklega jákvæð eins og fjallað var um á Vísi í dag. Hannes Þór Halldórsson hefur spilað mjög vel á EM og hann er með góða tölfræði þegar kemur að vítaspyrnum. Á sjö tímabilum í efstu deild á Íslandi þurfti Hannes 22 sinnum að glíma við vítaspyrnur. Hann varði átta þeirra auk þess sem tvær fóru forgörðum. Leikmenn efstu deildar á Íslandi nýttu því aðeins 12 af 22 vítum gegn Hannesi.Hannes var duglegur að verja víti meðan hann lék með KR.vísir/vilhelmHannes var í liði Fram sem tapaði fyrir Breiðabliki í vítakeppni í úrslitaleik VISA-bikarsins 2009. Hann varði eina spyrnu Blika, frá Arnóri Sveini Aðalsteinssyni. Hannes fór út í atvinnumennsku eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með KR 2013. Hann hefur þurft að glíma við sjö vítaspyrnur í efstu og næstefstu deild í Noregi og varið þrjár þeirra, þ.á.m. eina frá landa sínum, Birni Daníel Sverrissyni, leikmanni Viking. Þá vann Hannes vítakeppni með Bodö/Glimt í næstsíðasta leik sínum með liðinu fyrir EM. Hannes og félagar mættu þá Haugesund í 16-liða úrslitum norsku bikarkeppninnar og leikurinn fór alla leið í vítakeppni. Þar varði Hannes tvær af átta vítaspyrnum Haugesund en vítakeppnin fór í þrefaldan bráðabana. Hannes hefur þrisvar sinnum þurft að glíma við vítaspyrnur í landsleik, nú síðast gegn Austurríki á miðvikudaginn. Þá skaut miðvörðurinn Aleksandar Dragovic í stöngina. Slóveninn Valter Birsa og Svisslendingurinn Blerim Dzemaili skoruðu hins vegar úr vítum gegn Hannesi í undankeppni HM 2014.Andrea Pirlo tekur Panenka-víti gegn Joe Hart á EM 2012.vísir/gettyKollegi Hannesar í marki Englands, Joe Hart, er einnig með fína tölfræði þegar kemur að því að verja vítaspyrnur. Hart hefur varið 11 af þeim 42 vítaspyrnum sem hann hefur fengið á sig á ferlinum (samkvæmt tölfræði á vefsíðunni Transfermarkt) auk þess sem tvær hafa farið í súginn. Hart hefur m.a. varið víti frá leikmönnum á borð við Lionel Messi, Frank Lampard og Zlatan Ibrahimovic.Sjá einnig: Nóg fyrir strákana að hitta á markið í kvöld? | Hart var með Leo í gær Hart hefur einu sinni tekið þátt í vítakeppni með Englandi; gegn Ítalíu í 8-liða úrslitum á EM fyrir fjórum árum. Hart tókst ekki að verja í vítakeppninni. Ítalir skoruðu úr fjórum af fimm spyrnum sínum en ein fór framhjá. Frægt er þegar Hart reyndi að taka Andrea Pirlo á taugum fyrir þriðju spyrnu Ítalíu. Ítalski snillingurinn lét það ekkert á sig fá og vippaði boltanum snyrtilega í mitt markið.Vítakeppni Englands og Ítalíu frá EM 2012 má sjá hér að neðan.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Er þetta tölfræðin sem Lars og Heimir ættu að skoða fyrir kvöldið? Arnór Ingvi Traustason hefur skorað fjögur mörk í átta landsleikjum fyrir Ísland. 27. júní 2016 14:00 Englandsdrottning fylgist með Ólafi Ragnari í viðtali Fráfarandi forseti lýðveldisins var undir vökulu auga Englandsdrottningar eða hér um bil í viðtali í Nice í dag. 27. júní 2016 14:31 Nú mega lömbin sparka England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti. 27. júní 2016 06:00 EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England? Ég stóð uppi í stúku á Allianz Riviera-vellinum, eða Hreiðrinu eins og við köllum það, og fylgdist með æfingu íslenska liðsins eftir blaðamannafundinn í Nice í gær. Menn voru bara að skokka í hringi eins og alltaf á þessum opnu fimmtán mínútum. 27. júní 2016 08:00 Benni Bongó: KSÍ svaraði kalli þjóðarinnar Knattspyrnusamband Íslands bauð tíu meðlimum Tólfunnar á leikinn gegn Englandi í Nice. 27. júní 2016 13:00 Lars: Ég vil vera hérna í eina til tvær vikur til viðbótar Eins og gegn Austurríki gæti leikurinn í kvöld verið sá síðasti hjá Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið. 27. júní 2016 11:00 Íslensk ofurhetja og flúraðir menn með íspinna | Myndir Sjáðu Íslendingana á Rivierunni í Nice er spennan magnast fyrir stórleikinn gegn Englandi í 16 liða úrslitum EM. 27. júní 2016 13:00 Eggert: Við vinnum England í vító Eggert Magnússon, fyrrum formaður KSÍ, hefur verið kaffærður með hamingjuóskum eftir velgengni íslenska liðsins á EM. 27. júní 2016 10:30 Sjáðu stemmninguna í Nice | Myndband Sól og gleði á ströndinni í Nice þar sem leikur Íslands og Englands í 16-liða úrslitum EM 2016 fer fram. 27. júní 2016 11:59 Danskir styðja Ísland í Nice: „Ísland vinnur í framlengingu“ Sex danskir vinir eru mættir til Nice til að fylgjast með leik Englands og Íslands og halda auðvitað með frændum sínum. 27. júní 2016 14:41 Ármann Smári: Ekki gleyma því að Ísland er ósigrað á EM Ármann Smári Björnsson, fyrirliði ÍA í Pepsi-deildinni, segir að pressan sé öll á Englandi fyrir leikinn gegn Íslandi í Nice í 16-liða úrslitum EM 2016 í kvöld. 27. júní 2016 14:30 Daniel Taylor: Ísland er ekki lið sem tapar 3-0 Einn allra fremsti fótboltablaðamaður Englands segir að sínir menn þurfi að passa sig á strákunum okkar í kvöld. 27. júní 2016 15:04 Lið framtíðarinnar í vandræðum Þrjátíu ár af sárindum var sungið í laginu Three Lions (Football's Coming Home) þegar það var samið fyrir EM 1996 sem haldið var á Englandi. Þar tapaði liðið í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum gegn Þýskalandi sem jók á sársaukann. Tuttugu ár eru liðin og enska liðið þekkir ekkert nema sárindi á stórmótum. Svo mikinn að í dag er textinn "No more years of hurt“. 27. júní 2016 07:30 Leikur Íslands og Englands stærri fjölmiðlaviðburður en Spánn - Ítalía Það verða um 3.000 Íslendingar á leiknum í Nice í kvöld þar sem strákarnir okkar mæta enska landsliðinu. 27. júní 2016 10:07 Wayne Rooney vissi ekki um skilaboð enska landsliðsþjálfarans til íslensku leikmannanna Síðast þegar England og Ísland mættust var um 6-1 slátrun að ræða á City of Manchester Stadium. 27. júní 2016 13:30 Ráðleggingar til Íslendinga í Nice á leikdag Engin bílastæði eru í nágrenni við leikvanginn. 27. júní 2016 07:00 Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45 Alan Shearer: Tap fyrir Íslandi yrði mesta niðurlæging í sögu enska landsliðsins Ef England tapar fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum EM 2016 í Nice í kvöld verður það mesta niðurlæging í sögu enska landsliðsins. Þetta segir Alan Shearer, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands, í pistli sínum í The Sun. 27. júní 2016 12:00 Enskir miðlar hita upp fyrir leikinn í kvöld: „Tuttugu ára sárindi gætu haldið áfram“ Enskir fjölmiðlar setja alla pressuna á Roy Hodgson og enska landsliðið fyrir leik Íslands og Englands í kvöld. 27. júní 2016 14:30 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Er þetta tölfræðin sem Lars og Heimir ættu að skoða fyrir kvöldið? Arnór Ingvi Traustason hefur skorað fjögur mörk í átta landsleikjum fyrir Ísland. 27. júní 2016 14:00
Englandsdrottning fylgist með Ólafi Ragnari í viðtali Fráfarandi forseti lýðveldisins var undir vökulu auga Englandsdrottningar eða hér um bil í viðtali í Nice í dag. 27. júní 2016 14:31
Nú mega lömbin sparka England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti. 27. júní 2016 06:00
EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England? Ég stóð uppi í stúku á Allianz Riviera-vellinum, eða Hreiðrinu eins og við köllum það, og fylgdist með æfingu íslenska liðsins eftir blaðamannafundinn í Nice í gær. Menn voru bara að skokka í hringi eins og alltaf á þessum opnu fimmtán mínútum. 27. júní 2016 08:00
Benni Bongó: KSÍ svaraði kalli þjóðarinnar Knattspyrnusamband Íslands bauð tíu meðlimum Tólfunnar á leikinn gegn Englandi í Nice. 27. júní 2016 13:00
Lars: Ég vil vera hérna í eina til tvær vikur til viðbótar Eins og gegn Austurríki gæti leikurinn í kvöld verið sá síðasti hjá Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið. 27. júní 2016 11:00
Íslensk ofurhetja og flúraðir menn með íspinna | Myndir Sjáðu Íslendingana á Rivierunni í Nice er spennan magnast fyrir stórleikinn gegn Englandi í 16 liða úrslitum EM. 27. júní 2016 13:00
Eggert: Við vinnum England í vító Eggert Magnússon, fyrrum formaður KSÍ, hefur verið kaffærður með hamingjuóskum eftir velgengni íslenska liðsins á EM. 27. júní 2016 10:30
Sjáðu stemmninguna í Nice | Myndband Sól og gleði á ströndinni í Nice þar sem leikur Íslands og Englands í 16-liða úrslitum EM 2016 fer fram. 27. júní 2016 11:59
Danskir styðja Ísland í Nice: „Ísland vinnur í framlengingu“ Sex danskir vinir eru mættir til Nice til að fylgjast með leik Englands og Íslands og halda auðvitað með frændum sínum. 27. júní 2016 14:41
Ármann Smári: Ekki gleyma því að Ísland er ósigrað á EM Ármann Smári Björnsson, fyrirliði ÍA í Pepsi-deildinni, segir að pressan sé öll á Englandi fyrir leikinn gegn Íslandi í Nice í 16-liða úrslitum EM 2016 í kvöld. 27. júní 2016 14:30
Daniel Taylor: Ísland er ekki lið sem tapar 3-0 Einn allra fremsti fótboltablaðamaður Englands segir að sínir menn þurfi að passa sig á strákunum okkar í kvöld. 27. júní 2016 15:04
Lið framtíðarinnar í vandræðum Þrjátíu ár af sárindum var sungið í laginu Three Lions (Football's Coming Home) þegar það var samið fyrir EM 1996 sem haldið var á Englandi. Þar tapaði liðið í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum gegn Þýskalandi sem jók á sársaukann. Tuttugu ár eru liðin og enska liðið þekkir ekkert nema sárindi á stórmótum. Svo mikinn að í dag er textinn "No more years of hurt“. 27. júní 2016 07:30
Leikur Íslands og Englands stærri fjölmiðlaviðburður en Spánn - Ítalía Það verða um 3.000 Íslendingar á leiknum í Nice í kvöld þar sem strákarnir okkar mæta enska landsliðinu. 27. júní 2016 10:07
Wayne Rooney vissi ekki um skilaboð enska landsliðsþjálfarans til íslensku leikmannanna Síðast þegar England og Ísland mættust var um 6-1 slátrun að ræða á City of Manchester Stadium. 27. júní 2016 13:30
Ráðleggingar til Íslendinga í Nice á leikdag Engin bílastæði eru í nágrenni við leikvanginn. 27. júní 2016 07:00
Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45
Alan Shearer: Tap fyrir Íslandi yrði mesta niðurlæging í sögu enska landsliðsins Ef England tapar fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum EM 2016 í Nice í kvöld verður það mesta niðurlæging í sögu enska landsliðsins. Þetta segir Alan Shearer, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands, í pistli sínum í The Sun. 27. júní 2016 12:00
Enskir miðlar hita upp fyrir leikinn í kvöld: „Tuttugu ára sárindi gætu haldið áfram“ Enskir fjölmiðlar setja alla pressuna á Roy Hodgson og enska landsliðið fyrir leik Íslands og Englands í kvöld. 27. júní 2016 14:30