Daniel Taylor: Ísland er ekki lið sem tapar 3-0 Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2016 15:04 Daniel Taylor, yfirmaður fótboltaskrifa á enska blaðinu The Guardian, segir að enska liðið þurfi að passa sig á því íslenska í kvöld þegar liðin mætast í 16 liða úrslitum EM 2016 í Nice. Enska liðið er mun sigurstranglegra en það hefur ekki alltaf hentað Englendingum að fara undir svona mikilli pressu inn í leiki. Taylor er mjög hrifinn af íslenska liðinu og sögu þess. „Þetta er búin að vera ein besta saga mótsins. Það var nú nógu flott saga bara að komast á EM og vera minnsta þjóðin sem afrekar það,“ segir Taylor í viðtali við Vísi en hann er einn allra fremsti fótboltablaðamaður Englands og hefur rakað inn verðlaunum fyrir skrif sín á undanförnum árum. „Ég man eftir þeim tímum þegar Ísland var eitt liðanna sem stóru liðin mættu til að auka sjálfstraustið og vinna auðveldlega. Ísland var í 133. sæti heimslistans fyrir fjórum árum þannig þetta er búið að vera mögnuð saga.“ Hann segir að England eigi að vinna leikinn í kvöld en þetta sé alls ekki þægilegur leikur fyrir leikmenn liðsins. „Stærsti óttinn fyrir England er óttinn sjálfur. Ef England spilar eins og það getur best á það að vinna. Það er mikil pressa á Englandi samt og liðið ræður illa við hana,“ segir Taylor. „Ég hef heyrt suma segja að England eigi að vinna þrjú eða fjögur núll en Ísland er ekki lið sem tapar með þannig tölum,“ segir Daniel Taylor. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ármann Smári: Ekki gleyma því að Ísland er ósigrað á EM Ármann Smári Björnsson, fyrirliði ÍA í Pepsi-deildinni, segir að pressan sé öll á Englandi fyrir leikinn gegn Íslandi í Nice í 16-liða úrslitum EM 2016 í kvöld. 27. júní 2016 14:30 Þetta er ástæðan fyrir því að allir vilja fara í vítakeppni á móti Englandi Englendingar þekkja það þjóða best að tapa í vítakeppni á stórmótum. 27. júní 2016 12:26 Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45 Enskir miðlar hita upp fyrir leikinn í kvöld: „Tuttugu ára sárindi gætu haldið áfram“ Enskir fjölmiðlar setja alla pressuna á Roy Hodgson og enska landsliðið fyrir leik Íslands og Englands í kvöld. 27. júní 2016 14:30 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Sjá meira
Daniel Taylor, yfirmaður fótboltaskrifa á enska blaðinu The Guardian, segir að enska liðið þurfi að passa sig á því íslenska í kvöld þegar liðin mætast í 16 liða úrslitum EM 2016 í Nice. Enska liðið er mun sigurstranglegra en það hefur ekki alltaf hentað Englendingum að fara undir svona mikilli pressu inn í leiki. Taylor er mjög hrifinn af íslenska liðinu og sögu þess. „Þetta er búin að vera ein besta saga mótsins. Það var nú nógu flott saga bara að komast á EM og vera minnsta þjóðin sem afrekar það,“ segir Taylor í viðtali við Vísi en hann er einn allra fremsti fótboltablaðamaður Englands og hefur rakað inn verðlaunum fyrir skrif sín á undanförnum árum. „Ég man eftir þeim tímum þegar Ísland var eitt liðanna sem stóru liðin mættu til að auka sjálfstraustið og vinna auðveldlega. Ísland var í 133. sæti heimslistans fyrir fjórum árum þannig þetta er búið að vera mögnuð saga.“ Hann segir að England eigi að vinna leikinn í kvöld en þetta sé alls ekki þægilegur leikur fyrir leikmenn liðsins. „Stærsti óttinn fyrir England er óttinn sjálfur. Ef England spilar eins og það getur best á það að vinna. Það er mikil pressa á Englandi samt og liðið ræður illa við hana,“ segir Taylor. „Ég hef heyrt suma segja að England eigi að vinna þrjú eða fjögur núll en Ísland er ekki lið sem tapar með þannig tölum,“ segir Daniel Taylor. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ármann Smári: Ekki gleyma því að Ísland er ósigrað á EM Ármann Smári Björnsson, fyrirliði ÍA í Pepsi-deildinni, segir að pressan sé öll á Englandi fyrir leikinn gegn Íslandi í Nice í 16-liða úrslitum EM 2016 í kvöld. 27. júní 2016 14:30 Þetta er ástæðan fyrir því að allir vilja fara í vítakeppni á móti Englandi Englendingar þekkja það þjóða best að tapa í vítakeppni á stórmótum. 27. júní 2016 12:26 Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45 Enskir miðlar hita upp fyrir leikinn í kvöld: „Tuttugu ára sárindi gætu haldið áfram“ Enskir fjölmiðlar setja alla pressuna á Roy Hodgson og enska landsliðið fyrir leik Íslands og Englands í kvöld. 27. júní 2016 14:30 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Sjá meira
Ármann Smári: Ekki gleyma því að Ísland er ósigrað á EM Ármann Smári Björnsson, fyrirliði ÍA í Pepsi-deildinni, segir að pressan sé öll á Englandi fyrir leikinn gegn Íslandi í Nice í 16-liða úrslitum EM 2016 í kvöld. 27. júní 2016 14:30
Þetta er ástæðan fyrir því að allir vilja fara í vítakeppni á móti Englandi Englendingar þekkja það þjóða best að tapa í vítakeppni á stórmótum. 27. júní 2016 12:26
Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45
Enskir miðlar hita upp fyrir leikinn í kvöld: „Tuttugu ára sárindi gætu haldið áfram“ Enskir fjölmiðlar setja alla pressuna á Roy Hodgson og enska landsliðið fyrir leik Íslands og Englands í kvöld. 27. júní 2016 14:30