Norski olíusjóðurinn kærir Volkswagen vegna dísilvélasvindlsins Finnur Thorlacius skrifar 27. júní 2016 15:48 Í höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg. Stærsti einstaki sjóður í heimi, norski olíusjóðurinn á 1,02% í Volkswagen bílasamstæðunni. Þegar upp komst um dísilvélasvindl Volkswagen síðasta haust lækkuðu hlutabréf í Volkwagen umtalsvert og tapaði olíusjóðurinn mikið á þeirri lækkun. Nú hafa forsvarsmenn olíusjóðsins kært Volkswagen vegna svindlsins, rétt eins og margur annar hluthafinn í Volkswagen. Þó svo norski olíusjóðurinn eigi 1,02% í Volkswagen hefur hann ekki rétt á stjórnarsetu í Volkswagen og hefur gagnrýnt það fyrirkomulag að Porsche og Piech fjölskyldurnar, sem eiga 31,5% í Volkswagen, skuli ráða 50,7% atkvæða í stjórn fyrirtækisins. Höfðu forsvarsmenn sjóðsins skrifað Volkswagen bréf vegna áhyggja af þessu fyrirkomulagi og það löngu fyrir uppgötvun dísilvélasvindlsins. Svo virðist sem þær áhyggjur hafi verið réttmætar og ef til vill hefði mátt koma í veg fyrir þennan stóra skandal hjá Volkswagen með annarri stjórnarskipan en hefur verið við líði þar síðustu ár. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent
Stærsti einstaki sjóður í heimi, norski olíusjóðurinn á 1,02% í Volkswagen bílasamstæðunni. Þegar upp komst um dísilvélasvindl Volkswagen síðasta haust lækkuðu hlutabréf í Volkwagen umtalsvert og tapaði olíusjóðurinn mikið á þeirri lækkun. Nú hafa forsvarsmenn olíusjóðsins kært Volkswagen vegna svindlsins, rétt eins og margur annar hluthafinn í Volkswagen. Þó svo norski olíusjóðurinn eigi 1,02% í Volkswagen hefur hann ekki rétt á stjórnarsetu í Volkswagen og hefur gagnrýnt það fyrirkomulag að Porsche og Piech fjölskyldurnar, sem eiga 31,5% í Volkswagen, skuli ráða 50,7% atkvæða í stjórn fyrirtækisins. Höfðu forsvarsmenn sjóðsins skrifað Volkswagen bréf vegna áhyggja af þessu fyrirkomulagi og það löngu fyrir uppgötvun dísilvélasvindlsins. Svo virðist sem þær áhyggjur hafi verið réttmætar og ef til vill hefði mátt koma í veg fyrir þennan stóra skandal hjá Volkswagen með annarri stjórnarskipan en hefur verið við líði þar síðustu ár.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent