Ragnar: Drullusama hverjir þeir eru Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júní 2016 21:22 Ragnar var valinn maður leiksins af UEFA. vísir/epa Ragnar Sigurðsson átti frábæran leik í hjarta varnarinnar þegar Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Nice í kvöld. Ragnar, sem lék sinn sextugasta landsleik í kvöld, skoraði jöfnunarmark Íslands á 6. mínútu og átti magnaðan leik í vörninni og sýndi stórstjörnum enska liðsins litla virðingu. „Það þýðir ekkert í svona leikjum, þótt þetta séu gaurar sem maður horfir á í sjónvarpinu. Þegar maður kemur í svona leik gefur maður allt sem maður á og mér er drullusama hverjir þeir eru,“ sagði Ragnar, hreinskilinn að vanda, í samtali við Pétur Marteinsson í Sjónvarpi Símans.Sjá einnig: Er þetta tækling Evrópumótsins til þessa? | Myndband og myndir Íslenska liðið fékk stórkostlegan stuðning í leiknum kvöld og Ragnar segir hann hafa skipt sköpum. „Þetta er geðveikt, þetta er tólfti maðurinn og hjálpar okkur svakalega mikið,“ sagði Ragnar sem var nálægt því að skora annað mark með hjólhestaspyrnu í seinni hálfleik en Joe Hart varði frá miðverðinum sterka. „Þetta var ótrúlegt, þetta fór beint í hann,“ sagði Ragnar og bætti því við að íslensku strákarnir væru hvergi nærri hættir en þeir mæta Frökkum á Stade de France í síðasta leik 8-liða úrslitanna á sunnudaginn kemur. „Þetta gekk mjög vel. Mér fannst þeir ekki skapa neitt,“ sagði Ragnar Sigurðsson, maður leiksins er Ísland vann England, 2-1, í kvöld, á blaðamannafundi eftir leikinn. „Eina færið sem ég man eftir var þegar að Kane fékk boltann á fjær og skallaði á Hannes. En annars voru þetta bara fyrirgjafir sem við komum í burtu, langskot sem fóru framhjá eða skot sem Hannes tók.“ „Ég var ekki stressaður. Kannski ekki fyrr en í lokin þegar þetta var orðið svolítið þungt og maður var orðinn þreyttur.“ Hann segir nauðsynlegt að íslensku leikmennirnir misstu aldrei trúna á verkefninu. „Englendingar héldu að þetta yrði „walk in the park“ og þeir litu niður á okkur.“ „Mig hefur lengi dreymt um að spila gegn enska landsliðinu og ég er feginn að það gerðist í dag. Ekki þegar við gátum ekkert. Þetta er besta lið sem við höfum verið með.“ Hann býst við erfiðum leik gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum keppninnar. „Ég býst við góðu liði. Svipuðu liði og Englandi. Frakkland hefur ekki sýnt sitt besta enn á mótinu en ekki við heldur. Ekki England heldur. Við viljum dóminera meira og vera meira með boltann.“ Hann segir að enska liðið hafi byrjað vel. „Þeir komu inn í leikinn af miklu krafti. Skoruðu snemma en jöfnunarmarkið kom þeim á óvart. Svo þegar við skoruðum aftur, þá kom smá örvænting í þá.“ „Enda höfum við sýnt að það er ekki auðvelt að skora mörk á Íslandi.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Ragnar Sigurðsson átti frábæran leik í hjarta varnarinnar þegar Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Nice í kvöld. Ragnar, sem lék sinn sextugasta landsleik í kvöld, skoraði jöfnunarmark Íslands á 6. mínútu og átti magnaðan leik í vörninni og sýndi stórstjörnum enska liðsins litla virðingu. „Það þýðir ekkert í svona leikjum, þótt þetta séu gaurar sem maður horfir á í sjónvarpinu. Þegar maður kemur í svona leik gefur maður allt sem maður á og mér er drullusama hverjir þeir eru,“ sagði Ragnar, hreinskilinn að vanda, í samtali við Pétur Marteinsson í Sjónvarpi Símans.Sjá einnig: Er þetta tækling Evrópumótsins til þessa? | Myndband og myndir Íslenska liðið fékk stórkostlegan stuðning í leiknum kvöld og Ragnar segir hann hafa skipt sköpum. „Þetta er geðveikt, þetta er tólfti maðurinn og hjálpar okkur svakalega mikið,“ sagði Ragnar sem var nálægt því að skora annað mark með hjólhestaspyrnu í seinni hálfleik en Joe Hart varði frá miðverðinum sterka. „Þetta var ótrúlegt, þetta fór beint í hann,“ sagði Ragnar og bætti því við að íslensku strákarnir væru hvergi nærri hættir en þeir mæta Frökkum á Stade de France í síðasta leik 8-liða úrslitanna á sunnudaginn kemur. „Þetta gekk mjög vel. Mér fannst þeir ekki skapa neitt,“ sagði Ragnar Sigurðsson, maður leiksins er Ísland vann England, 2-1, í kvöld, á blaðamannafundi eftir leikinn. „Eina færið sem ég man eftir var þegar að Kane fékk boltann á fjær og skallaði á Hannes. En annars voru þetta bara fyrirgjafir sem við komum í burtu, langskot sem fóru framhjá eða skot sem Hannes tók.“ „Ég var ekki stressaður. Kannski ekki fyrr en í lokin þegar þetta var orðið svolítið þungt og maður var orðinn þreyttur.“ Hann segir nauðsynlegt að íslensku leikmennirnir misstu aldrei trúna á verkefninu. „Englendingar héldu að þetta yrði „walk in the park“ og þeir litu niður á okkur.“ „Mig hefur lengi dreymt um að spila gegn enska landsliðinu og ég er feginn að það gerðist í dag. Ekki þegar við gátum ekkert. Þetta er besta lið sem við höfum verið með.“ Hann býst við erfiðum leik gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum keppninnar. „Ég býst við góðu liði. Svipuðu liði og Englandi. Frakkland hefur ekki sýnt sitt besta enn á mótinu en ekki við heldur. Ekki England heldur. Við viljum dóminera meira og vera meira með boltann.“ Hann segir að enska liðið hafi byrjað vel. „Þeir komu inn í leikinn af miklu krafti. Skoruðu snemma en jöfnunarmarkið kom þeim á óvart. Svo þegar við skoruðum aftur, þá kom smá örvænting í þá.“ „Enda höfum við sýnt að það er ekki auðvelt að skora mörk á Íslandi.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira