Húseyjakvísl með frábæra opnun Karl Lúðvíksson skrifar 28. júní 2016 11:00 Óli framkvæmdastjóri Angling IQ með 85 sm sjóbirting úr Húseyjakvísl. Mynd: Stjáni Ben Húseyjakvísl er á fáum árum orðin mjög eftirsótt á að veiða enda hefur hún braggast afskaplega vel síðustu ár. Þegar veiðimenn við ánna voru skyldaðir til að sleppa fiski tók það nokkur ár að sýna sig að í viðkvæmum ám með til þess að gera lítilli stofnstærð af fiski virðist "Veitt og Sleppt" hafa mikil áhrif til hins betra. Ekki bara aþð augljósa eins og fleiri fiskar í ánni að tímabili loknu til að hrygna heldur líka stærðin. Já það er sannarlega stærðin sem dregur marga veiðimenn í Húseyjakvísl og það er ekki bara góða hlutfallið af stórlaxi heldur er sjóbirtingurinn þarna líka oftast í yfirstærðum. "Ég var að gæda á silungasvæðinu þar sem við tylltum í tveimur löxum til viðbótar. Það voru tveir fullvaxnir að veiða á laxasvæðinu en deildu einni stöng á milli sín ásamt því að horfa á leikinn. Þeir náðu einum laxi og svo einum svakalegum birting og það er saga að segja frá honum. Þeir voru að veiða Réttarhyl þegar Óli, framkæmdastjóri Angling iQ setur í urriðatitt. Hann er að draga hann inn þegar eitthvað stórt tekur urriðann. Stuttu seinna landar Óli 85 cm sjóbirting sem er búinn að vera í ánni í smá tíma virðist vera." sagði leiðsögumaðurinn Stjáni Ben en á meðfylgjandi má sjá þennan flotta sjóbirting. "Opnunarhollið var svakalegt í Kvíslinni og líklega algjört met. Það höfðu veiðst 4 laxar á silungasvæðinu áður en laxasvæðið opnaði og opnunarhollið lauk veiðum með 31 lax. Svo þegar ég kom í ána í dag var búið að landa 35 löxum." sagði Stjáni að lokum. Mest lesið Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hraunsfirði Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Núll í Blöndu á fyrsta degi Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði Rólegur júní í laxveiðinni með einni undantekningu Veiði
Húseyjakvísl er á fáum árum orðin mjög eftirsótt á að veiða enda hefur hún braggast afskaplega vel síðustu ár. Þegar veiðimenn við ánna voru skyldaðir til að sleppa fiski tók það nokkur ár að sýna sig að í viðkvæmum ám með til þess að gera lítilli stofnstærð af fiski virðist "Veitt og Sleppt" hafa mikil áhrif til hins betra. Ekki bara aþð augljósa eins og fleiri fiskar í ánni að tímabili loknu til að hrygna heldur líka stærðin. Já það er sannarlega stærðin sem dregur marga veiðimenn í Húseyjakvísl og það er ekki bara góða hlutfallið af stórlaxi heldur er sjóbirtingurinn þarna líka oftast í yfirstærðum. "Ég var að gæda á silungasvæðinu þar sem við tylltum í tveimur löxum til viðbótar. Það voru tveir fullvaxnir að veiða á laxasvæðinu en deildu einni stöng á milli sín ásamt því að horfa á leikinn. Þeir náðu einum laxi og svo einum svakalegum birting og það er saga að segja frá honum. Þeir voru að veiða Réttarhyl þegar Óli, framkæmdastjóri Angling iQ setur í urriðatitt. Hann er að draga hann inn þegar eitthvað stórt tekur urriðann. Stuttu seinna landar Óli 85 cm sjóbirting sem er búinn að vera í ánni í smá tíma virðist vera." sagði leiðsögumaðurinn Stjáni Ben en á meðfylgjandi má sjá þennan flotta sjóbirting. "Opnunarhollið var svakalegt í Kvíslinni og líklega algjört met. Það höfðu veiðst 4 laxar á silungasvæðinu áður en laxasvæðið opnaði og opnunarhollið lauk veiðum með 31 lax. Svo þegar ég kom í ána í dag var búið að landa 35 löxum." sagði Stjáni að lokum.
Mest lesið Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hraunsfirði Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Núll í Blöndu á fyrsta degi Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði Rólegur júní í laxveiðinni með einni undantekningu Veiði